Erlent

Fimmtán þúsund undir smásjánni hjá Frökkum

Gunnhildur Jónsdóttir skrifar
Forsætisráðherra Frakka segir að komið hafi verið í veg fyrir tvær árásir í seinustu viku.
Forsætisráðherra Frakka segir að komið hafi verið í veg fyrir tvær árásir í seinustu viku. vísir/EPA
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, sagði í gær að fleiri árásir á landið væru yfirvofandi en að tillögur Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta landsins, um stóraukna öryggisgæslu væru ekki rétta leiðin til koma í veg fyrir að af þeim yrði.

Valls sagði að í síðustu viku hefði verið komið í veg fyrir tvær árásir og að yfir völd í Frakklandi hefðu fimmtán þúsund manns undir smásjánni.

Sarkozy lagði til að allir þeir sem væru undir grun um að vera í samstarfi við Íslamska ríkið yrðu hnepptir í sérstakt varðhald. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×