Skotinn við hlið kærustunnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. júlí 2016 09:00 Fólk hefur safnast saman í bænum Baton Rouge í Luisiana til að mótmæla lögregluofbeldi. vísir/epa Í hverjum mánuði verða hvítir lögregluþjónar í Bandaríkjunum tugum þeldökkra manna að bana. Um þriðjungur þeirra er vopnlaus og ekki grunaður um nein afbrot. Sjaldnast hljóta lögreglumennirnir dóma fyrir verk sín. Í fyrrakvöld mátti sjá í beinni útsendingu á Facebook þegar lögreglumaður í Falcon Heights, einu úthverfa St. Paul í Minnesota, skaut Philando Castile fjórum skotum, þar sem Castile sat í bifreið sinni ásamt kærustu sinni. Lögreglumaðurinn hafði stöðvað bifreið þeirra vegna þess að annað afturljósið var bilað. Castile tilkynnti lögreglumanninum að hann væri með skotvopn í fórum sínum, en væri með leyfi til þess. Hann var að ná í skilríki í vasa sinn þegar lögreglumaðurinn hóf skothríðina. Fjögurra ára dóttir kærustu hans var einnig í bílnum. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn hrópa að kærustu Castiles: „Ég sagði honum að ná ekki í það. Ég sagði honum að taka höndina út.“ Hún svarar: „Þú sagðir honum að ná í skilríkin, herra, ökuskírteinið sitt. Guð minn góður, ekki segja mér að hann sé dáinn.“ Kærastan, sem heitir Diamond Reynolds, tók þetta allt saman upp með símanum sínum og sendi út á Facebook. Lögreglumaðurinn reyndi ekki að stöðva upptökuna og það gerðu heldur ekki aðrir lögreglumenn, sem komu á staðinn. Castile var 32 ára gamall yfirmaður í skólamötuneyti í St. Paul. Í gær safnaðist fjöldi fólks saman í bænum Baton Rouge í Louisiana, þar sem hinn 37 ára gamli Alton Sterling féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni á þriðjudag. Rétt eins og Castile var Sterling dökkur á hörund. Lögreglan hafði afskipti af honum þar sem hann stóð á bílastæði að selja geisladiska, rétt eins og hann hafði gert reglulega árum saman. Lögreglan kom eftir að heimilislaus maður hafði hringt í neyðarlínuna til að tilkynna að Castile hafi hótað sér með skotvopni. Heimilislausi maðurinn hafði verið að biðja Castile um pening og Castile hafi þá sýnt honum byssuna. Af farsímaupptökum, sem birst hafa í fjölmiðlum, má ekki merkja að Castile hafi verið með byssu sína á lofti þegar lögreglan skaut hann. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Í hverjum mánuði verða hvítir lögregluþjónar í Bandaríkjunum tugum þeldökkra manna að bana. Um þriðjungur þeirra er vopnlaus og ekki grunaður um nein afbrot. Sjaldnast hljóta lögreglumennirnir dóma fyrir verk sín. Í fyrrakvöld mátti sjá í beinni útsendingu á Facebook þegar lögreglumaður í Falcon Heights, einu úthverfa St. Paul í Minnesota, skaut Philando Castile fjórum skotum, þar sem Castile sat í bifreið sinni ásamt kærustu sinni. Lögreglumaðurinn hafði stöðvað bifreið þeirra vegna þess að annað afturljósið var bilað. Castile tilkynnti lögreglumanninum að hann væri með skotvopn í fórum sínum, en væri með leyfi til þess. Hann var að ná í skilríki í vasa sinn þegar lögreglumaðurinn hóf skothríðina. Fjögurra ára dóttir kærustu hans var einnig í bílnum. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn hrópa að kærustu Castiles: „Ég sagði honum að ná ekki í það. Ég sagði honum að taka höndina út.“ Hún svarar: „Þú sagðir honum að ná í skilríkin, herra, ökuskírteinið sitt. Guð minn góður, ekki segja mér að hann sé dáinn.“ Kærastan, sem heitir Diamond Reynolds, tók þetta allt saman upp með símanum sínum og sendi út á Facebook. Lögreglumaðurinn reyndi ekki að stöðva upptökuna og það gerðu heldur ekki aðrir lögreglumenn, sem komu á staðinn. Castile var 32 ára gamall yfirmaður í skólamötuneyti í St. Paul. Í gær safnaðist fjöldi fólks saman í bænum Baton Rouge í Louisiana, þar sem hinn 37 ára gamli Alton Sterling féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni á þriðjudag. Rétt eins og Castile var Sterling dökkur á hörund. Lögreglan hafði afskipti af honum þar sem hann stóð á bílastæði að selja geisladiska, rétt eins og hann hafði gert reglulega árum saman. Lögreglan kom eftir að heimilislaus maður hafði hringt í neyðarlínuna til að tilkynna að Castile hafi hótað sér með skotvopni. Heimilislausi maðurinn hafði verið að biðja Castile um pening og Castile hafi þá sýnt honum byssuna. Af farsímaupptökum, sem birst hafa í fjölmiðlum, má ekki merkja að Castile hafi verið með byssu sína á lofti þegar lögreglan skaut hann.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira