Erlent

Nautabani ákærður fyrir að hafa tekið barn með í hringinn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ordonez ásamt fimm mánaða dóttur sinni í hringnum.
Ordonez ásamt fimm mánaða dóttur sinni í hringnum. mynd/instagram
Einn þekktasti nautabani Spánar, Francisco Rivera Ordonez, á yfir höfði sér ákæru eftir að hafa birt mynd af sér á netinu með kornungri dóttur sinni inni í nautaatshringnum. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur víða, meðal annars af barnavelferðarsamtökum, og sagður sýna algjört ábyrgðarleysi.

Gagnrýnina lætur Ordonez lítið á sig fá og segir dóttur sína, sem er fimm mánaða, hvergi öruggari en í örmum hans. Þá hafa aðrir nautabanar sýnt honum samstöðu með því að birta myndir af sér með börnin í nautaatshringnum.

Yfirvöld í Andalúsíu segja þessa hegðun óforskammaða og hafa vísað málinu til saksóknara. „Við vonum að þessi hegðun verði ekki endurtekin og að samfélagsmiðlar sjái til þess að hegðunin sé ekki samþykkt,” segir í yfirlýsingu yfirvalda.

Kollegar Ordonez ákváðu að sýna honum samstöðu með því að birta myndir af sér með börnunum í hringnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×