Erlent

Fjallgöngumenn létust í skosku hálöndunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Glen Coe er vinsælt útivistarsvæði í Skotlandi.
Glen Coe er vinsælt útivistarsvæði í Skotlandi. vísir/getty
Tveir fjallgöngumenn létust í skosku hálöndunum um helgina en þeir voru á göngu um Glen Coe sem er vinsælt útivistarsvæði. Talið er að mennirnir hafi fallið og látist samstundis.

Ekki er vitað hvers vegna mennirnir sem létust lentu í vandræðum en mikið hefur snjóað á Bretlandi um helgina og voru fjallgöngumenn til að mynda varaðir við hættu á snjóflóðum í Skotlandi.

Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitarmönnum sem leituðu mannanna bendir þó ekkert til þess að þeir hafi verið vanbúnir eða óvanir fjallgöngum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×