Vígamenn ISIS með þráhyggju gagnvart kynlífsþrælum og skeggi Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2016 23:00 Vígamenn ISIS. Skrár sem nýverið hafa fallið í hendur stjórnarliða í Írak sýna fram á þráhyggju vígamanna ISIS gagnvart kynlífsþrælum og skeggvexti. Finna má ítarlegar reglur um báða hluti í opinberum gögnum ISIS. Írakskar hersveitir og Peshmerga sveitir Kúrda hafa frelsað fjölda þorpa í grennd við Mosul úr haldi vígamanna og eru sums staðar komnir að jaðri borgarinnar. Rakstur skeggs var bannaður á yfirráðasvæði ISIS og voru til reglur um hve langt það ætti að vera og hvernig það ætti að líta út.CNN sagði frá því í kvöld að í þorpi sem nýverið var frelsað fögnuðu íbúar með því að fara í klippingu og rakstur á hárgreiðslustofu sem ekki hafði verið opin frá því sumarið 2014. Í bæklingi sem blaðamenn Reuters fundu á skrifstofu sem ISIS-liðar höfðu notað voru 32 spurningar og svör um hvernig ætti að koma fram við konur sem handsamaðar voru af vígamönnum. Þar kemur fram að háttsettur klerkur ISIS megi dreifa föngum á vígamenn sína og að fangar sem ekki eru íslamstrúar megi gera að kynlífsþrælum. Þúsundir kvenna sem tilheyra minnihlutahóp Jasída voru gerðar að kynlífsþrælum ISIS.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Í áðurnefndum reglum kom fram að vígamenn mega eiga systur, en þeir mega einungis sænga hjá annarri þeirra. Þá er þeim einnig leyfilegt að gera stúlkur sem ekki eru kynþroska að kynlífsþrælum. „Þið megið ekki hafa beinar samfarir við þær, en þið megið samt njóta þeirra,“ stóð í reglunum. Þá kemur einnig fram að vígamenn mega ekki deila kynlífsþrælum, en samkvæmt sögum kvenna sem hafa sloppið ganga þær kaupum og sölum á milli vígamanna í gríð og erg. Gervihnattadiskar voru algerlega bannaðir á yfirráðasvæði ISIS og fyrir því voru gefnar tuttugu ástæður. Ein þeirra var að sjónvarp sýndi ástarsögur, naktar konur og óviðeigandi talsmáta. Önnur var um að sjónvarpsáhorf gerði menn kvenlega og að bleyðum. Mið-Austurlönd Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Skrár sem nýverið hafa fallið í hendur stjórnarliða í Írak sýna fram á þráhyggju vígamanna ISIS gagnvart kynlífsþrælum og skeggvexti. Finna má ítarlegar reglur um báða hluti í opinberum gögnum ISIS. Írakskar hersveitir og Peshmerga sveitir Kúrda hafa frelsað fjölda þorpa í grennd við Mosul úr haldi vígamanna og eru sums staðar komnir að jaðri borgarinnar. Rakstur skeggs var bannaður á yfirráðasvæði ISIS og voru til reglur um hve langt það ætti að vera og hvernig það ætti að líta út.CNN sagði frá því í kvöld að í þorpi sem nýverið var frelsað fögnuðu íbúar með því að fara í klippingu og rakstur á hárgreiðslustofu sem ekki hafði verið opin frá því sumarið 2014. Í bæklingi sem blaðamenn Reuters fundu á skrifstofu sem ISIS-liðar höfðu notað voru 32 spurningar og svör um hvernig ætti að koma fram við konur sem handsamaðar voru af vígamönnum. Þar kemur fram að háttsettur klerkur ISIS megi dreifa föngum á vígamenn sína og að fangar sem ekki eru íslamstrúar megi gera að kynlífsþrælum. Þúsundir kvenna sem tilheyra minnihlutahóp Jasída voru gerðar að kynlífsþrælum ISIS.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Í áðurnefndum reglum kom fram að vígamenn mega eiga systur, en þeir mega einungis sænga hjá annarri þeirra. Þá er þeim einnig leyfilegt að gera stúlkur sem ekki eru kynþroska að kynlífsþrælum. „Þið megið ekki hafa beinar samfarir við þær, en þið megið samt njóta þeirra,“ stóð í reglunum. Þá kemur einnig fram að vígamenn mega ekki deila kynlífsþrælum, en samkvæmt sögum kvenna sem hafa sloppið ganga þær kaupum og sölum á milli vígamanna í gríð og erg. Gervihnattadiskar voru algerlega bannaðir á yfirráðasvæði ISIS og fyrir því voru gefnar tuttugu ástæður. Ein þeirra var að sjónvarp sýndi ástarsögur, naktar konur og óviðeigandi talsmáta. Önnur var um að sjónvarpsáhorf gerði menn kvenlega og að bleyðum.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira