Innlent

Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“

Birgir Olgeirsson skrifar
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. vísir/anton brink
„Hún slær mig frekar illa, það verður að segjast eins og er,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, spurður út í ákvörðun kjararáðs um að hækka laun þingmanna um tæplega 340 þúsund krónur á mánuði.

„Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir og einhvern veginn ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði,“ segir Óttarr sem segir að það sé nokkuð öruggt að þessar hækkanir muni ekki hjálpa til við að viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði.

Sjá einnig: Bjarni Ben um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“

Spurður hvort þingheimur geti brugðist við þessum hækkunum á einhvern hátt þegar þing kemur aftur saman segist Óttarr eiga erfitt með að átta sig á því. „Væntanlega getur þingheimur alltaf sett einhverskonar sérlög eða hvað, en annars átta ég mig ekki á því tæknilega,“ segir Óttarr.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tilkynnti í gær að hann muni halda áfram viðræðum við leiðtoga flokka í dag til að skera úr um hver muni fá stjórnarmyndunarumboðið eftir kosningar.

Spurður hvort hann sé á leið upp á Bessastaði í dag til viðræðna við forseta svarar Óttarr:

„Ég geri það ef forsetinn kallar eftir mér.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×