Erlent

Sagðist óttast um eigið öryggi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn sagðist vopnaður af öryggisástæðum.
Maðurinn sagðist vopnaður af öryggisástæðum. vísir/afp
Maðurinn sem handtekinn var í Disneyland-skemmtigarðinum í París í dag sagðist í samtali við lögreglu hafa borið vopnin á sér því hann óttaðist um eigið öryggi. Hann var handtekinn þegar hann fór í gegnum öryggishlið í garðinum, en í fórum hans fundust tvær skammbyssur, önnur þeirra sjálfvirk. Þá fannst jafnframt eintak af Kóraninum í farangri hans.

Lögregla segir fæst benda til þess að maðurinn hafi haft hryðjuverk í hyggju en leitar nú konu sem talin er hafa verið í för með honum.

Ekki hefur verið greint frá þjóðerni mannsins, en samkvæmt fréttaveitu AFP er hann búsettur í París í Frakklandi.

Skemmtigarðinum var ekki lokað vegna handtökunnar en töluverður viðbúnaður hefur verið í Frakklandi frá hryðjuverkaárásunum í París. Neyðarástand er enn í gildi og hyggst Francois Hollande Frakklandsforseti framlengja þeim öryggisráðstöfunum.

Disneyland í París er með vinsælustu ferðamannastöðum Evrópu en tæplega fimmtán milljónir heimsóttu skemmtigarðinn árið 2015.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×