Erlent

Maður handtekinn við Disneyland í París með tvær byssur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Disneyland í París er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu.
Disneyland í París er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu. Vísir/Getty
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn af lögreglu við hótel nærri Disneyland-skemmtigarðinum í París.

Lögregluyfirvöld segja að maðurinn hafi verið með tvær byssur, skotfæri og eintak af Kóraninum. Var maðurinn handtekinn eftir að hann fór í gegnum öryggishlið við hótelið. Kona sem var í fylgd með manninum var einnig handtekin.

Neyðarástandi sem lýst var yfir í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París í nóvember er enn í gildi og eru lögregluyfirvöld með mikinn viðbúnað í París og öðrum borgum en Francois Hollande ætlar að sækjast eftir því að framlengja þær öryggisráðstafanir sem eru í gildi vegna neyðarástandsins.

Disneyland í París er með vinsælustu ferðamannstöðum Evrópu en um 10 milljónir heimsóttu skemmtigarðinn árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×