Lærdómur til framtíðar Ragna Árnadóttir skrifar 28. janúar 2016 07:00 Þegar tekin er ákvörðun um að virkja náttúruöflin er óhjákvæmilegt að vega ávinninginn á móti því sem tapast. Án orku verður athafnalífið fábreytt, en orkuvinnsla hefur umhverfisáhrif. Þessum staðreyndum verður ekki breytt og þessa hagsmuni verður að meta. Við Íslendingar búum svo vel að hafa betri aðgang að endurnýjanlegri orku en flestar aðrar þjóðir í heiminum. Endurnýjanleg orka hefur gegnt lykilhlutverki í því að stemma stigu við gróðurhúsaáhrifunum, eins og til að mynda kom skýrlega fram á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í byrjun desember. Þjóðir heims leitast við að draga eins og mögulegt er úr vinnslu á orku úr auðlindum sem eru ekki óþrjótandi, á borð við jarðefnaeldsneyti, og hafa mun meiri neikvæð hnattræn umhverfisáhrif en endurnýjanleg orka. Í París var augljóst að margir vildu vera í sporum okkar og hafa aðgang að endurnýjanlegum auðlindum í jafn ríkum mæli.Við viljum þekkja áhrifin Þar með er þó ekki sagt að endurnýjanleg orka hafi alls engin umhverfisáhrif. Landsvirkjun kappkostar að nýta þær auðlindir sem henni er trúað fyrir af ábyrgð og með sjálfbærni að leiðarljósi. Hluti af því er að þekkja áhrifin sem af starfseminni hljótast. Í því skyni höfum við staðið fyrir viðamiklum rannsóknum og vöktun umhverfisþátta í samstarfi við óháða aðila, meðal annars á lífríki í ám og vötnum. Niðurstöður þessara rannsókna sýna meðal annars að laxastofn í Þjórsá hefur styrkst og laxveiði í Blöndu hefur aukist, auk þess sem stangaveiði í Jökulsá á Dal hefur hafist eftir að virkjað var. Á hinn bóginn, og við drögum ekki dul á það, hefur til að mynda dregið úr veiði í Lagarfljóti og urriðastofninn minnkaði eftir virkjun í Soginu á síðustu öld. Við kynntum þessar niðurstöður ásamt Veiðimálastofnun með vel sóttum fundi á dögunum, en upptaka frá honum er aðgengileg á vef Landsvirkjunar, landsvirkjun.is.Markvissar mótvægisaðgerðir Metnaður okkar stendur til þess að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar eins og auðið er, með markvissum mótvægisaðgerðum. Við grípum einnig til aðgerða til að hámarka jákvæðari áhrif. Við höfum, í samstarfi við sérfræðinga, viðað að okkur mikilli þekkingu, sem gerir okkur kleift að þróa aðferðir og tækni til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar í framtíðinni. Þetta er allt í samræmi við hlutverk Landsvirkjunar, sem er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Þessi þekkingarleit gefur okkur lærdóm til framtíðar, sem miðar að því að við höldum áfram að nýta auðlindina af ábyrgð og með sjálfbærni að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Þegar tekin er ákvörðun um að virkja náttúruöflin er óhjákvæmilegt að vega ávinninginn á móti því sem tapast. Án orku verður athafnalífið fábreytt, en orkuvinnsla hefur umhverfisáhrif. Þessum staðreyndum verður ekki breytt og þessa hagsmuni verður að meta. Við Íslendingar búum svo vel að hafa betri aðgang að endurnýjanlegri orku en flestar aðrar þjóðir í heiminum. Endurnýjanleg orka hefur gegnt lykilhlutverki í því að stemma stigu við gróðurhúsaáhrifunum, eins og til að mynda kom skýrlega fram á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í byrjun desember. Þjóðir heims leitast við að draga eins og mögulegt er úr vinnslu á orku úr auðlindum sem eru ekki óþrjótandi, á borð við jarðefnaeldsneyti, og hafa mun meiri neikvæð hnattræn umhverfisáhrif en endurnýjanleg orka. Í París var augljóst að margir vildu vera í sporum okkar og hafa aðgang að endurnýjanlegum auðlindum í jafn ríkum mæli.Við viljum þekkja áhrifin Þar með er þó ekki sagt að endurnýjanleg orka hafi alls engin umhverfisáhrif. Landsvirkjun kappkostar að nýta þær auðlindir sem henni er trúað fyrir af ábyrgð og með sjálfbærni að leiðarljósi. Hluti af því er að þekkja áhrifin sem af starfseminni hljótast. Í því skyni höfum við staðið fyrir viðamiklum rannsóknum og vöktun umhverfisþátta í samstarfi við óháða aðila, meðal annars á lífríki í ám og vötnum. Niðurstöður þessara rannsókna sýna meðal annars að laxastofn í Þjórsá hefur styrkst og laxveiði í Blöndu hefur aukist, auk þess sem stangaveiði í Jökulsá á Dal hefur hafist eftir að virkjað var. Á hinn bóginn, og við drögum ekki dul á það, hefur til að mynda dregið úr veiði í Lagarfljóti og urriðastofninn minnkaði eftir virkjun í Soginu á síðustu öld. Við kynntum þessar niðurstöður ásamt Veiðimálastofnun með vel sóttum fundi á dögunum, en upptaka frá honum er aðgengileg á vef Landsvirkjunar, landsvirkjun.is.Markvissar mótvægisaðgerðir Metnaður okkar stendur til þess að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar eins og auðið er, með markvissum mótvægisaðgerðum. Við grípum einnig til aðgerða til að hámarka jákvæðari áhrif. Við höfum, í samstarfi við sérfræðinga, viðað að okkur mikilli þekkingu, sem gerir okkur kleift að þróa aðferðir og tækni til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar í framtíðinni. Þetta er allt í samræmi við hlutverk Landsvirkjunar, sem er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Þessi þekkingarleit gefur okkur lærdóm til framtíðar, sem miðar að því að við höldum áfram að nýta auðlindina af ábyrgð og með sjálfbærni að leiðarljósi.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar