Innlent

Trump fjárþurfi og leitar til íslenskra þingmanna

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir fékk tölvupóst frá Bandaríkjunum í dag.
Katrín Jakobsdóttir fékk tölvupóst frá Bandaríkjunum í dag. Vísir/AFP/GVA
Þingmönnunum Katrínu Jakobsdóttur, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur og Vigdísi Hauksdóttur barst í dag tölvupóstur frá bandaríska forsetaframbjóðandanum Donald Trump þar sem hann leitar eftir styrkjum til stuðnings við framboð hans.

Katrín greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og staðfestir Bjarkey í athugasemdum að sami tölvupóstur hafi borist henni og Vigdísi. Ekki er útilokað að sami póstur hafi borist fleiri þingmönnum.

„Við erum að tala um það að mér var að berast tölvupóstur frá Donald Trump þar sem hann biður mig að styrkja framboð sitt og hann muni setja sömu upphæð á móti,“ segir Katrín.

Hún segist vona að aðrir hafi fengið þennan sama póst „því annars [sé hún] komin á einhverja skrýtna lista,“ segir Katrín í stöðuuppfærslu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×