Hópuppsögn hjá Arion banka Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2016 15:29 Útibú Arion banka í Kópavogi. Mynd/Arion banki Fjörutíu og sex starfsmönnum var sagt upp hjá Arion banka í dag. Af þeim störfuðu 27 í höfuðstöðvum bankans en 19 á öðrum stafsstöðvum. Eftir breytingarnar starfa um 840 manns hjá Arion banka. Vinnumálastofnun hefur verið greint frá starfslokunum. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að ýmislegt kalli á þessar uppsagnir. Er sú veigamesta sögð sú staðreynd að fjármálaþjónusta tali miklum breytingum nú um mundir þar sem viðskiptavinir kjósi að nýta sér sjálfsafgreiðslulausnir eins og bankaapp, netbanka og hraðbanka í stað samsvarandi útibúaþjónustu. Segir í tilkynningunni að notkun appsins og hraðbanka í útibúum bankans hafi margfaldast á undanförnum árum. Er því haldið fram að eftirspurn eftir afgreiðslu í útibúum bankans hafi dregist saman um þriðjung á tveimur árum. Sú þróun kalli á breytingar og eru samhliða gerðar skipulagsbreytingar í útibúum bankans, án þess þó að útibúum fækki. „Fækkun starfsfólks er þungbært skref að stíga en nauðsynlegt í ljósi breyttra áherslana í starfsemi bankans og ytri aðstæðna,“ segir í tilkynningu bankans vegna málsins.Afkoman var undir væntingum Hagnaður Arion banka á fyrri helmingi ársins 2016 var undir væntingum bankans. Bankinn hagnaðist um 9,8 milljarða króna á þessu tímabili samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Afkoma bankans var betri á síðasta ári meðal annars vegna einskiptingsliða, það er sölu eigna, sem ekki kom til á þessu ári. Við kynningu árshlutauppgjöra hefur komið fram að rekstrarkostnaður bankanna hefur aukist, meðal annars vegna hærri launakostnaðar eftir nýja kjarasamninga. Bankarnir vinna að því að draga úr launakostnaði með fækkun útibúa. Í afkomutilkynningu bankans sagði Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion, að aðstæður á fjármálamörkuðum hafi verið bankanum óhagstæðar á fyrri hluta ársins. Þannig hafi fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, verið undir væntingum og var bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum félögum.Meðal starfsaldur 10 árÁ vef Arion kemur fram að um 900 manns starfa hjá bankanum, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Nú eru það hins vegar um 840 manns eftir þessa hópuppsögn. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans fyrir uppsagnirnar voru sögð fremur jöfn og sama að sama gildi um aldursdreifingu innan bankans, en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár. Fjölmargir starfsmenn hafa sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsmenn séu með meira en 40 ára starfsaldur. Meðalstarfsaldur hjá starfsfólki Arion banka er tíu ár.Tilkynning Arion banka vegna málsins:Í dag var 46 starfsmönnum Arion banka tilkynnt um starfslok þeirra hjá bankanum. Í þessum hópi störfuðu 27 í höfuðstöðvum bankans en 19 á öðrum starfsstöðvum. Eftir breytingarnar starfa um 840 manns hjá Arion banka. Vinnumálastofnun hefur verið greint frá starfslokunum.Ýmislegt í umhverfi bankans kallar á breytingar á starfseminni. Veigamest er sú staðreynd að fjármálaþjónusta tekur umtalsverðum breytingum um þessar mundir. Viðskiptavinir kjósa í mun ríkari mæli að nýta sér sjálfsafgreiðslulausnir eins og bankaapp, netbanka og hraðbanka í stað samsvarandi útibúaþjónustu. Notkun appsins og hraðbanka í útibúum bankans hefur margfaldast á undanförnum árum. Vegna þessa hefur spurn eftir afgreiðslu í útibúum bankans dregist saman um þriðjung á tveimur árum. Þessi þróun kallar á breytingar og eru samhliða gerðar skipulagsbreytingar í útibúum bankans, án þess þó að útibúum fækki.Breytingarnar nú eru liður í víðtækari aðgerðum til hagræðingar í rekstri bankans. Þrátt fyrir umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir undanfarin ár og endurskipulagningu starfseminnar hefur fjöldi starfsmanna haldist nokkuð stöðugur vegna yfirtöku á öðrum fjármálafyrirtækjum og vegna aukinna umsvifa. Fækkun starfsfólks er þungbært skref að stíga en nauðsynlegt í ljósi breyttra áherslana í starfsemi bankans og ytri aðstæðna. Tengdar fréttir Afkoma Arion banka undir væntingum Ytri aðstæður voru bankanum óhagstæðar. 31. ágúst 2016 17:29 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Fjörutíu og sex starfsmönnum var sagt upp hjá Arion banka í dag. Af þeim störfuðu 27 í höfuðstöðvum bankans en 19 á öðrum stafsstöðvum. Eftir breytingarnar starfa um 840 manns hjá Arion banka. Vinnumálastofnun hefur verið greint frá starfslokunum. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að ýmislegt kalli á þessar uppsagnir. Er sú veigamesta sögð sú staðreynd að fjármálaþjónusta tali miklum breytingum nú um mundir þar sem viðskiptavinir kjósi að nýta sér sjálfsafgreiðslulausnir eins og bankaapp, netbanka og hraðbanka í stað samsvarandi útibúaþjónustu. Segir í tilkynningunni að notkun appsins og hraðbanka í útibúum bankans hafi margfaldast á undanförnum árum. Er því haldið fram að eftirspurn eftir afgreiðslu í útibúum bankans hafi dregist saman um þriðjung á tveimur árum. Sú þróun kalli á breytingar og eru samhliða gerðar skipulagsbreytingar í útibúum bankans, án þess þó að útibúum fækki. „Fækkun starfsfólks er þungbært skref að stíga en nauðsynlegt í ljósi breyttra áherslana í starfsemi bankans og ytri aðstæðna,“ segir í tilkynningu bankans vegna málsins.Afkoman var undir væntingum Hagnaður Arion banka á fyrri helmingi ársins 2016 var undir væntingum bankans. Bankinn hagnaðist um 9,8 milljarða króna á þessu tímabili samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Afkoma bankans var betri á síðasta ári meðal annars vegna einskiptingsliða, það er sölu eigna, sem ekki kom til á þessu ári. Við kynningu árshlutauppgjöra hefur komið fram að rekstrarkostnaður bankanna hefur aukist, meðal annars vegna hærri launakostnaðar eftir nýja kjarasamninga. Bankarnir vinna að því að draga úr launakostnaði með fækkun útibúa. Í afkomutilkynningu bankans sagði Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion, að aðstæður á fjármálamörkuðum hafi verið bankanum óhagstæðar á fyrri hluta ársins. Þannig hafi fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, verið undir væntingum og var bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum félögum.Meðal starfsaldur 10 árÁ vef Arion kemur fram að um 900 manns starfa hjá bankanum, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Nú eru það hins vegar um 840 manns eftir þessa hópuppsögn. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans fyrir uppsagnirnar voru sögð fremur jöfn og sama að sama gildi um aldursdreifingu innan bankans, en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár. Fjölmargir starfsmenn hafa sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsmenn séu með meira en 40 ára starfsaldur. Meðalstarfsaldur hjá starfsfólki Arion banka er tíu ár.Tilkynning Arion banka vegna málsins:Í dag var 46 starfsmönnum Arion banka tilkynnt um starfslok þeirra hjá bankanum. Í þessum hópi störfuðu 27 í höfuðstöðvum bankans en 19 á öðrum starfsstöðvum. Eftir breytingarnar starfa um 840 manns hjá Arion banka. Vinnumálastofnun hefur verið greint frá starfslokunum.Ýmislegt í umhverfi bankans kallar á breytingar á starfseminni. Veigamest er sú staðreynd að fjármálaþjónusta tekur umtalsverðum breytingum um þessar mundir. Viðskiptavinir kjósa í mun ríkari mæli að nýta sér sjálfsafgreiðslulausnir eins og bankaapp, netbanka og hraðbanka í stað samsvarandi útibúaþjónustu. Notkun appsins og hraðbanka í útibúum bankans hefur margfaldast á undanförnum árum. Vegna þessa hefur spurn eftir afgreiðslu í útibúum bankans dregist saman um þriðjung á tveimur árum. Þessi þróun kallar á breytingar og eru samhliða gerðar skipulagsbreytingar í útibúum bankans, án þess þó að útibúum fækki.Breytingarnar nú eru liður í víðtækari aðgerðum til hagræðingar í rekstri bankans. Þrátt fyrir umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir undanfarin ár og endurskipulagningu starfseminnar hefur fjöldi starfsmanna haldist nokkuð stöðugur vegna yfirtöku á öðrum fjármálafyrirtækjum og vegna aukinna umsvifa. Fækkun starfsfólks er þungbært skref að stíga en nauðsynlegt í ljósi breyttra áherslana í starfsemi bankans og ytri aðstæðna.
Tengdar fréttir Afkoma Arion banka undir væntingum Ytri aðstæður voru bankanum óhagstæðar. 31. ágúst 2016 17:29 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira