Innlent

Mikil mildi að enginn slasaðist í bílveltu á Gemlufallsheiði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gemlufallsheiði á milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar.
Gemlufallsheiði á milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar. Kort/Loftmyndir.is
Umferðaróhapp varð á Gemlufallsheiði, leiðinni milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar, um miðjan dag í gær. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku með þeim afleiðingum að bifreiðin rann út af veginum og fór nokkrar veltur utan vegarins.

Auk ökumanns voru tvö börn í bifreiðinni, fimmtán og tveggja ára. Ökumaður og eldri farþeginn voru með öryggisbeltin spennt og litla barnið í viðurkenndum barnabílstól. Enginn þeirra hlaut meiðsl.

Lögreglan á Vestfjörðum vill nota tækifærið og minna á þennan mikilvæga öryggisþátt sem fullyrða megi að hafi svo sannarlega komið að gagni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×