Fjórtán tyrkneskir hermenn féllu í gær í bardaga við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS í Sýrlandi.
Bardaginn átti sér stað í bænum al-Bab þar sem Tyrkir aðstoða nú uppreisnarmenn við að ná borginni úr höndum ISIS.
33 tyrkneskir hermenn særðust í bardaganum í gær en mannfall Tyrkja hefur aldrei verið svo mikið á einum degi frá því þeir hófu afskipti af stríðinu í Sýrlandi.
Tyrkir segja að ISIS menn hafi beitt sjálfsmorðssprengjuárásum í orrustunni og fullyrða ennfremur að þeir hafi fellt 138 ISIS-liða. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest af óháðum aðilum.
Fjórtan tyrkneskir hermenn féllu í Sýrlandi
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent

Ofbýður hvað Reykjavík er ljót
Innlent








Diljá Mist boðar til fundar
Innlent