Erlent

Fjórtan tyrkneskir hermenn féllu í Sýrlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Mannfall Tyrkja hefur aldrei verið svo mikið á einum degi frá því þeir hófu afskipti af stríðinu í Sýrlandi.
Mannfall Tyrkja hefur aldrei verið svo mikið á einum degi frá því þeir hófu afskipti af stríðinu í Sýrlandi. Vísir/AFP
Fjórtán tyrkneskir hermenn féllu í gær í bardaga við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS í Sýrlandi.

Bardaginn átti sér stað í bænum al-Bab þar sem Tyrkir aðstoða nú uppreisnarmenn við að ná borginni úr höndum ISIS.

33 tyrkneskir hermenn særðust í bardaganum í gær en mannfall Tyrkja hefur aldrei verið svo mikið á einum degi frá því þeir hófu afskipti af stríðinu í Sýrlandi.

Tyrkir segja að ISIS menn hafi beitt sjálfsmorðssprengjuárásum í orrustunni og fullyrða ennfremur að þeir hafi fellt 138 ISIS-liða. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest af óháðum aðilum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×