Aron um hvað Lars sagði við hann í Albaníu: „Hann bað mig vinsamlegast að læra af þessu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. desember 2016 10:00 „Ég var að leggja mig og þá heyrði ég bank. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi, kemur inn í herbergið og segir mér að við þurfum að búa til afsökunarbeiðni. Fyrir hvað, spurði ég. Þá fer ég að skoða þetta og sé að ég er með 30 ósvöruð símtöl.“ Þetta segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, þegar hann rifjar upp atvikið fræga fyrir leik Albaníu og Íslands í undankeppni HM 2014 en daginn fyrir leikinn í Tírana talaði fyrirliðinn af sér í viðtali við Fótbolti.net. Aron Einar talar um atvikið í Albaníu í myndinni Jökullinn logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.Sjá einnig:Ragnar: „Ég fékk boltann og hugsaði að nú ætla ég að gera eitthvað sniðugt“ „Þessi þjóð er ekkert upp á marga fiska. Hér er mikil fátækt og þetta eru mestmegnis glæpamenn,“ sagði fyrirliðinn daginn fyrir leikinn gegn Albaníu en þetta komst í fjölmiðla þar ytra og varð allt vitlaust.Aron Einar missti ekki fyrirliðabandið og leiddi íslenska liðið á EM í Frakklandi.vísir/gettyBer að ofan með haglabyssu Aron Einar sagði frá því í þáttaröðinni Atvinnumennirnir okkar á síðasta ári að minnstu munaði að fyrirliðabandið hefði verið tekið af honum, svo alvarlegt var málið. „Ég nennti ekki að vera gaurinn sem talaði alltaf í klisjum og sagði sömu hlutina. Fólk nennti að hlusta á mig af því að ég var öðruvísi og sagði það sem ég vildi segja. En þarna gekk ég of langt,“ viðurkennir fyrirliðinn. „Ég var beðinn um að lýsa því hvernig það var að vera kominn til Albaníu. Þegar við lendum sé ég gaur beran að ofan með haglabyssu á bakinu og maður var búinn að heyra sögur sem svo voru kannski ekkert sannar.“ „Ég fattaði ekki að ég gerði eða sagði neitt rangt fyrr en þetta var komið inn á DV.is. Ég áttaði mig á því að þetta var rangt. Ég meina, þetta er það heimskulegasta sem þú getur sagt,“ segir Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, ræðir atvikið í myndinni en í hans huga kom aldrei neitt annað til greina en að Akureyringurinn myndi leiða íslenska liðið út á völlinn. Það voru ekki þjálfararnir, Heimir og Lars, sem vildu taka af honum bandið.Fyrirliðinn sér eftir atvikinu og hefur lært af því.vísir/gettyÞurfti að læra af þessu „Við ákváðum það að Aron yrði fyrirliði í þessum leik sama hvað. Í staðinn fyrir að brotna kom hann margfalt sterkari inn í leikinn og átti frábæran leik. Hann spilaði vel en ekki síður var hann góður leiðtogi þar sem hann leiddi liðið inn í þetta stríð,“ segir Heimir.Sjá einnig:Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Aron Einar spilaði virkilega vel í leiknum og eftir sigurinn sem Gylfi Þór Sigurðsson tryggði með fallegu aukaspyrnumarki sagði Lars Lagerbäck, þáverandi landsliðsþjálfari, nokkur vel valin orð við Aron Einar. „Ég man alltaf að Lars kom upp að mér eftir leikinn og sagði mér að ég hafði aldrei spilað jafnvel fyrir landsliðið því ég var svo einbeittur á að bæta upp fyrir mistökin. Hann bað mig vinsamlegast um að læra af þessu,“ segir Aron. „Ég þurfti bara að læra af þessu og þroskast. Ég hef gert það og er bara klisjumaður í viðtölum í dag,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn logar má sjá hér að ofan. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með 120 mínútum af aukaefni. Atvinnumennirnir okkar Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar: „Ég fékk boltann og hugsaði að nú ætla ég að gera eitthvað sniðugt“ Landsliðsmiðvörðurinn talar um stundina frægu þegar hann steig ofan á boltann gegn Hollandi á Amsterdam Arena sumarið 2015. 21. desember 2016 11:30 Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30 Ragnar um neikvæðu hliðar fótboltans: „Í Svíþjóð og Danmörku var það mikilvægasta að laga hárið“ Íslenski landsliðsmaðurinn hefur gaman af því að spila fótbolta en er ekki mikið fyrir að horfa á hann. 20. desember 2016 15:00 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
„Ég var að leggja mig og þá heyrði ég bank. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi, kemur inn í herbergið og segir mér að við þurfum að búa til afsökunarbeiðni. Fyrir hvað, spurði ég. Þá fer ég að skoða þetta og sé að ég er með 30 ósvöruð símtöl.“ Þetta segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, þegar hann rifjar upp atvikið fræga fyrir leik Albaníu og Íslands í undankeppni HM 2014 en daginn fyrir leikinn í Tírana talaði fyrirliðinn af sér í viðtali við Fótbolti.net. Aron Einar talar um atvikið í Albaníu í myndinni Jökullinn logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.Sjá einnig:Ragnar: „Ég fékk boltann og hugsaði að nú ætla ég að gera eitthvað sniðugt“ „Þessi þjóð er ekkert upp á marga fiska. Hér er mikil fátækt og þetta eru mestmegnis glæpamenn,“ sagði fyrirliðinn daginn fyrir leikinn gegn Albaníu en þetta komst í fjölmiðla þar ytra og varð allt vitlaust.Aron Einar missti ekki fyrirliðabandið og leiddi íslenska liðið á EM í Frakklandi.vísir/gettyBer að ofan með haglabyssu Aron Einar sagði frá því í þáttaröðinni Atvinnumennirnir okkar á síðasta ári að minnstu munaði að fyrirliðabandið hefði verið tekið af honum, svo alvarlegt var málið. „Ég nennti ekki að vera gaurinn sem talaði alltaf í klisjum og sagði sömu hlutina. Fólk nennti að hlusta á mig af því að ég var öðruvísi og sagði það sem ég vildi segja. En þarna gekk ég of langt,“ viðurkennir fyrirliðinn. „Ég var beðinn um að lýsa því hvernig það var að vera kominn til Albaníu. Þegar við lendum sé ég gaur beran að ofan með haglabyssu á bakinu og maður var búinn að heyra sögur sem svo voru kannski ekkert sannar.“ „Ég fattaði ekki að ég gerði eða sagði neitt rangt fyrr en þetta var komið inn á DV.is. Ég áttaði mig á því að þetta var rangt. Ég meina, þetta er það heimskulegasta sem þú getur sagt,“ segir Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, ræðir atvikið í myndinni en í hans huga kom aldrei neitt annað til greina en að Akureyringurinn myndi leiða íslenska liðið út á völlinn. Það voru ekki þjálfararnir, Heimir og Lars, sem vildu taka af honum bandið.Fyrirliðinn sér eftir atvikinu og hefur lært af því.vísir/gettyÞurfti að læra af þessu „Við ákváðum það að Aron yrði fyrirliði í þessum leik sama hvað. Í staðinn fyrir að brotna kom hann margfalt sterkari inn í leikinn og átti frábæran leik. Hann spilaði vel en ekki síður var hann góður leiðtogi þar sem hann leiddi liðið inn í þetta stríð,“ segir Heimir.Sjá einnig:Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Aron Einar spilaði virkilega vel í leiknum og eftir sigurinn sem Gylfi Þór Sigurðsson tryggði með fallegu aukaspyrnumarki sagði Lars Lagerbäck, þáverandi landsliðsþjálfari, nokkur vel valin orð við Aron Einar. „Ég man alltaf að Lars kom upp að mér eftir leikinn og sagði mér að ég hafði aldrei spilað jafnvel fyrir landsliðið því ég var svo einbeittur á að bæta upp fyrir mistökin. Hann bað mig vinsamlegast um að læra af þessu,“ segir Aron. „Ég þurfti bara að læra af þessu og þroskast. Ég hef gert það og er bara klisjumaður í viðtölum í dag,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn logar má sjá hér að ofan. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með 120 mínútum af aukaefni.
Atvinnumennirnir okkar Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar: „Ég fékk boltann og hugsaði að nú ætla ég að gera eitthvað sniðugt“ Landsliðsmiðvörðurinn talar um stundina frægu þegar hann steig ofan á boltann gegn Hollandi á Amsterdam Arena sumarið 2015. 21. desember 2016 11:30 Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30 Ragnar um neikvæðu hliðar fótboltans: „Í Svíþjóð og Danmörku var það mikilvægasta að laga hárið“ Íslenski landsliðsmaðurinn hefur gaman af því að spila fótbolta en er ekki mikið fyrir að horfa á hann. 20. desember 2016 15:00 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Ragnar: „Ég fékk boltann og hugsaði að nú ætla ég að gera eitthvað sniðugt“ Landsliðsmiðvörðurinn talar um stundina frægu þegar hann steig ofan á boltann gegn Hollandi á Amsterdam Arena sumarið 2015. 21. desember 2016 11:30
Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00
Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30
Ragnar um neikvæðu hliðar fótboltans: „Í Svíþjóð og Danmörku var það mikilvægasta að laga hárið“ Íslenski landsliðsmaðurinn hefur gaman af því að spila fótbolta en er ekki mikið fyrir að horfa á hann. 20. desember 2016 15:00
Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30