Guðmundur: Getur vel farið svo að ég hætti í handbolta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2016 14:00 Guðmundur fagnar hér gullverðlaunin á ÓL í Ríó í ágúst. vísir/getty „Þetta var mjög erfið ákvörðun og ég var búinn að velta þessu lengi fyrir mér,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson í samtali við Vísi en það var tilkynnt í morgun að hann muni hætta með danska landsliðið á næsta ári. Samningur Guðmundar við danska handknattleikssambandið rennur út þann 1. júlí á næsta ári og þá áætlar Guðmundur að stíga frá borði. „Það er ekki langt síðan ég tók þessa ákvörðun en ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðan að Ólympíuleikunum lauk. Það er margt jákvætt við starfið og því er erfitt að taka svona ákvörðun.“Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Guðmundur segist hafa verið að ræða við forkólfa danska sambandsins um framhaldið þó svo það hafi ekki verið formlegar samningaviðræður. „Ég mun ekki skýra það í þaula af hverju ég hætti. Maður fer auðvitað yfir sín mál og hvað maður vill gera í framtíðinni er maður tekur svona ákvörðun. Ég mat stöðuna þannig fyrir sjálfan mig að mig langar að gera aðra hluti.“Guðmundur í spjalli við dönsku pressuna.vísir/evaÞó svo Guðmundur hafi náð að landa gulli á Ólympíuleikunum með Dönum þá hefur gustað um hann í starfi. Starf hans var meðal annars sagt standa mjög tæpt fyrir leikana í Ríó. „Það er ekkert óeðlilegt í þessu starfi að það gusti aðeins um. Það eru gríðarlega miklar kröfur gerðar til liðsins og mín. Það er mikil umfjöllun um landsliðið og þá getur hún stundum verið svolítið ýkt. Ég get vel við unnið. Ég hef stýrt liðinu í 51 leik og aðeins tapað átta. Ég held að þetta vinningshlutfall teljist nokkuð gott. Ég er stoltur af mínu starfi.“Sjá einnig: Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Stóri stormurinn kom þó eftir leikana í Ríó er danskir miðlar fóru að greina frá því að Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur, hefði reynt að bola Guðmundi úr starfi meðan á leikunum stóð. Sá hasar endaði með því að Wilbek varð að víkja úr starfi sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. „Það mál hafði áhrif á ákvörðunina. Ég verð að segja það alveg eins og er. Ég mun annars ekki tjá mig frekar um það mál. Ég hef annars átt mjög gott samstarf við leikmenn sem hafa staðið með mér oftar en einu sinni. Það skiptir mig öllu máli,“ segir Guðmundur en býst hann við því að klára samninginn þar sem þessi ákvörðun er tekin svona löngu áður en samningurinn rennur út? „Ég býst við því að klára samninginn. Frá minni hendi er það ekkert vandamál. Ég lenti í þessu sama hjá Rhein-Neckar Löwen áður en ég kom hingað og það hafði engin áhrif. Ég mun halda áfram að vinna eins og ég hef alltaf gert. Þannig vinna fagmenn.“Guðmundur er hann stýrði Rhein-Neckar Löwen.vísir/gettyGuðmundur segist ekki vera búinn að ráða sig í aðra vinnu og framhaldið er algjörlega óráðið hjá honum. Svo gæti hreinlega farið að hann hætti í handboltaheiminum og snúi sér að öðru. „Ég er opinn fyrir ýmsu. Ég mun skoða hvað kemur til mín úr handboltaheiminum en það gæti líka vel farið svo að ég hætti í handbolta. Ég er opinn fyrir því að skoða stjórnundarstöður og jafnvel hjá einhverju fyrirtæki á Íslandi. Það er samt ekkert á borðinu hjá mér núna sem er ekki óeðlilegt þar sem þetta kom bara út núna. Ég mun skoða allt.“Enginn handboltaleiði Guðmundur og fjölskylda hafa búið á Íslandi allan þann tíma sem hann hefur stýrt danska landsliðinu og er ekkert fararsnið á þeim. Þjálfarinn segir að það sé þó ekki kominn neinn handboltaleiði í hann. „Ég get ekki sagt það. Ég var að koma úr tveimur leikjum með danska liðinu og ég nýt mín alltaf á hliðarlínunni. Þá var ég samt búinn að taka ákvörðun. Þá fann ég að ég nýt þess enn að þjálfa,“ segir Guðmundur en hann hefur þjálfað bæði félags- og landslið. Hvort heillar hann meira að gera í framtíðinni fari svo að hann verði áfram í handboltanum? „Það er mjög góð spurning. Það fer eiginlega eftir því hvaða lið er um að ræða. Ég er opinn fyrir hvoru tveggja. Þetta hefur allt sína kosti og galla. Þetta myndi því snúast meira um liðið.“ Guðmundur er hugsanlega ekki eini íslenski þjálfarinn sem er að yfirgefa landslið. Dagur Sigurðsson er nefnilega sagður vera á förum frá þýska landsliðinu. Myndi það heilla Guðmund að stýra þýska landsliðinu? „Ég hef ekkert velt því fyrir mér. Ég mun bara skoða það sem kemur til mín en ég hef ekki velt þýska liðinu neitt fyrir mér enda er ég nýbúinn að taka ákvörðun um framhaldið hjá Dönum.“ Handbolti Tengdar fréttir Nýtti reynslu sína frá úrslitaleik Íslands 2008 Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í gær þegar hann gerði danska handboltalandsliðið að Ólympíumeisturum . Allir íslensku þjálfararnir þrír á Ólympíuleikunum í Ríó skiluðu sínum liðum í verðlaunasæti á leikunum. Lið Þóris Hergeirssonar og Dags Sigurðssonar unnu bæði bronsleikinn með sannfærandi hætti. 22. ágúst 2016 06:00 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Gullmundur fékk gullmedalíu við heimkomuna | Myndband Guðmundur Guðmundsson, sem Danir kalla nú Gullmund, fékk engan verðlaunapening á ÓL frekar en þegar hann nældi í silfur með íslenska landsliðinu í Peking. 23. ágúst 2016 22:40 Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Guðmundur Guðmundsson gerði Danmörku að Ólympíumeisturum í Ríó en starf hans hékk á bláþræði ef marka má frétt TV2 í Danmörku. 26. ágúst 2016 14:34 Þetta sagði Guðmundur við dönsku strákana fyrir sigurinn á Frökkum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. 21. ágúst 2016 20:19 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
„Þetta var mjög erfið ákvörðun og ég var búinn að velta þessu lengi fyrir mér,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson í samtali við Vísi en það var tilkynnt í morgun að hann muni hætta með danska landsliðið á næsta ári. Samningur Guðmundar við danska handknattleikssambandið rennur út þann 1. júlí á næsta ári og þá áætlar Guðmundur að stíga frá borði. „Það er ekki langt síðan ég tók þessa ákvörðun en ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðan að Ólympíuleikunum lauk. Það er margt jákvætt við starfið og því er erfitt að taka svona ákvörðun.“Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Guðmundur segist hafa verið að ræða við forkólfa danska sambandsins um framhaldið þó svo það hafi ekki verið formlegar samningaviðræður. „Ég mun ekki skýra það í þaula af hverju ég hætti. Maður fer auðvitað yfir sín mál og hvað maður vill gera í framtíðinni er maður tekur svona ákvörðun. Ég mat stöðuna þannig fyrir sjálfan mig að mig langar að gera aðra hluti.“Guðmundur í spjalli við dönsku pressuna.vísir/evaÞó svo Guðmundur hafi náð að landa gulli á Ólympíuleikunum með Dönum þá hefur gustað um hann í starfi. Starf hans var meðal annars sagt standa mjög tæpt fyrir leikana í Ríó. „Það er ekkert óeðlilegt í þessu starfi að það gusti aðeins um. Það eru gríðarlega miklar kröfur gerðar til liðsins og mín. Það er mikil umfjöllun um landsliðið og þá getur hún stundum verið svolítið ýkt. Ég get vel við unnið. Ég hef stýrt liðinu í 51 leik og aðeins tapað átta. Ég held að þetta vinningshlutfall teljist nokkuð gott. Ég er stoltur af mínu starfi.“Sjá einnig: Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Stóri stormurinn kom þó eftir leikana í Ríó er danskir miðlar fóru að greina frá því að Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur, hefði reynt að bola Guðmundi úr starfi meðan á leikunum stóð. Sá hasar endaði með því að Wilbek varð að víkja úr starfi sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. „Það mál hafði áhrif á ákvörðunina. Ég verð að segja það alveg eins og er. Ég mun annars ekki tjá mig frekar um það mál. Ég hef annars átt mjög gott samstarf við leikmenn sem hafa staðið með mér oftar en einu sinni. Það skiptir mig öllu máli,“ segir Guðmundur en býst hann við því að klára samninginn þar sem þessi ákvörðun er tekin svona löngu áður en samningurinn rennur út? „Ég býst við því að klára samninginn. Frá minni hendi er það ekkert vandamál. Ég lenti í þessu sama hjá Rhein-Neckar Löwen áður en ég kom hingað og það hafði engin áhrif. Ég mun halda áfram að vinna eins og ég hef alltaf gert. Þannig vinna fagmenn.“Guðmundur er hann stýrði Rhein-Neckar Löwen.vísir/gettyGuðmundur segist ekki vera búinn að ráða sig í aðra vinnu og framhaldið er algjörlega óráðið hjá honum. Svo gæti hreinlega farið að hann hætti í handboltaheiminum og snúi sér að öðru. „Ég er opinn fyrir ýmsu. Ég mun skoða hvað kemur til mín úr handboltaheiminum en það gæti líka vel farið svo að ég hætti í handbolta. Ég er opinn fyrir því að skoða stjórnundarstöður og jafnvel hjá einhverju fyrirtæki á Íslandi. Það er samt ekkert á borðinu hjá mér núna sem er ekki óeðlilegt þar sem þetta kom bara út núna. Ég mun skoða allt.“Enginn handboltaleiði Guðmundur og fjölskylda hafa búið á Íslandi allan þann tíma sem hann hefur stýrt danska landsliðinu og er ekkert fararsnið á þeim. Þjálfarinn segir að það sé þó ekki kominn neinn handboltaleiði í hann. „Ég get ekki sagt það. Ég var að koma úr tveimur leikjum með danska liðinu og ég nýt mín alltaf á hliðarlínunni. Þá var ég samt búinn að taka ákvörðun. Þá fann ég að ég nýt þess enn að þjálfa,“ segir Guðmundur en hann hefur þjálfað bæði félags- og landslið. Hvort heillar hann meira að gera í framtíðinni fari svo að hann verði áfram í handboltanum? „Það er mjög góð spurning. Það fer eiginlega eftir því hvaða lið er um að ræða. Ég er opinn fyrir hvoru tveggja. Þetta hefur allt sína kosti og galla. Þetta myndi því snúast meira um liðið.“ Guðmundur er hugsanlega ekki eini íslenski þjálfarinn sem er að yfirgefa landslið. Dagur Sigurðsson er nefnilega sagður vera á förum frá þýska landsliðinu. Myndi það heilla Guðmund að stýra þýska landsliðinu? „Ég hef ekkert velt því fyrir mér. Ég mun bara skoða það sem kemur til mín en ég hef ekki velt þýska liðinu neitt fyrir mér enda er ég nýbúinn að taka ákvörðun um framhaldið hjá Dönum.“
Handbolti Tengdar fréttir Nýtti reynslu sína frá úrslitaleik Íslands 2008 Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í gær þegar hann gerði danska handboltalandsliðið að Ólympíumeisturum . Allir íslensku þjálfararnir þrír á Ólympíuleikunum í Ríó skiluðu sínum liðum í verðlaunasæti á leikunum. Lið Þóris Hergeirssonar og Dags Sigurðssonar unnu bæði bronsleikinn með sannfærandi hætti. 22. ágúst 2016 06:00 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Gullmundur fékk gullmedalíu við heimkomuna | Myndband Guðmundur Guðmundsson, sem Danir kalla nú Gullmund, fékk engan verðlaunapening á ÓL frekar en þegar hann nældi í silfur með íslenska landsliðinu í Peking. 23. ágúst 2016 22:40 Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Guðmundur Guðmundsson gerði Danmörku að Ólympíumeisturum í Ríó en starf hans hékk á bláþræði ef marka má frétt TV2 í Danmörku. 26. ágúst 2016 14:34 Þetta sagði Guðmundur við dönsku strákana fyrir sigurinn á Frökkum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. 21. ágúst 2016 20:19 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Nýtti reynslu sína frá úrslitaleik Íslands 2008 Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í gær þegar hann gerði danska handboltalandsliðið að Ólympíumeisturum . Allir íslensku þjálfararnir þrír á Ólympíuleikunum í Ríó skiluðu sínum liðum í verðlaunasæti á leikunum. Lið Þóris Hergeirssonar og Dags Sigurðssonar unnu bæði bronsleikinn með sannfærandi hætti. 22. ágúst 2016 06:00
Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30
Gullmundur fékk gullmedalíu við heimkomuna | Myndband Guðmundur Guðmundsson, sem Danir kalla nú Gullmund, fékk engan verðlaunapening á ÓL frekar en þegar hann nældi í silfur með íslenska landsliðinu í Peking. 23. ágúst 2016 22:40
Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00
Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20
TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Guðmundur Guðmundsson gerði Danmörku að Ólympíumeisturum í Ríó en starf hans hékk á bláþræði ef marka má frétt TV2 í Danmörku. 26. ágúst 2016 14:34
Þetta sagði Guðmundur við dönsku strákana fyrir sigurinn á Frökkum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. 21. ágúst 2016 20:19
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti