Erlent

Stærðarinnar hola gleypti gatnamót í Japan

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Fimm akreina gata í borginni Fukuoka í Japan sökk í jörðina í gærkvöldi vegna jarðsigs. Gríðarstór hola (e. sinkhole) myndaðist undir götunni. Umrótið byrjaði á tveimur litlum holum sem mynduðust og stækkuðu þar til þær urðu að einni stórri holu sem var um 30 metra breið.

Samkvæmt BBC er ekki vitað til þess að einhvern hafi sakað. Hins vegar varð rafmagnlaust á svæðum borgarinnar og holan olli einnig vandræðum á dreifingu vatns og gass sem og almenningssamgöngum.

Embættismenn í Fukuoka segja mögulegt að holan hafi myndast vegna framkvæmda við nejaðanjarðarlestarbraut þar nærri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×