Heimir: Einhverntímann í ferlinu munum við misstíga okkur Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2016 19:00 Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands. vísir/skjáskot úr viðtalinu Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að íslenska landsliðið muni misstíga sig einhverntímann í undirbúningnum fyrir Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi í sumar. Hann segir að það eðlilegt í ljósi þess að þetta sé í fyrsta skipti sem liðið fari á stórmót og að liðið læri af því. „Þetta er ansi stórt verkefni fyrir lítið knattspyrnusmband. Það eru mörg verkefni á herðum þess fólks sem vinnur hérna og á heiður skilið hversu mikið það leggur á sig fyrir íslenska knattspyrnu," sagði Heimir í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Einhverntíman í ferlinu munum við misstíga okkur, en þetta er lærdómsferli sem við erum í og það þarf að taka til það greina líka. Við munum reyna gera okkar besta og undirbúa okkur eins vel og hægt er. Þar kemur reynsla Lars að góðum notum." Þetta er í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fer á stórmót og Heimir segir að menn mega ekki vera of yfirspenntir. „Það var einhver góður maður sem sagði mér það fyrir skömmu að í fyrsta skipti sem Íslendingar voru að fara í mót þá hafa þeir dálítið að klikka á fyrstu hindru. Líklega þá vegna yfirspennu og því þurfum við að haga okkar undirbúningi eins vel og hægt er." „Núna erum við að fara í marga vináttuleiki fram að lokakeppni og reynum að fá leiki gegn sterkum andstæðingum. Það er einn af liðunum í undirbúningnum að hugsa og einbeita okkur að þessari lokakeppni í staðinn fyrir að vera að hugsa um FIFA-listann eða vinna leikina. Við erum að reyna fá eins góða vináttuleiki og hægt er." Það verða líklega fá landslið með færra starfólk en það íslenska. Það er með ráðum gert. „Það er einn af þessum þáttum að vera ekki að yfirspennast og vera að fá fullt af nýju fólki sem við erum ekki vanir að vera með í kringum okkur. Leikmennirnir þekkja allt þetta starfsfólk og það hefur virkað vel fyrir okkur," sagði Heimir og bætti við að lokum: „Auðvitað vitum við það að það verður miklu meira umstang í kringum þetta mót, en ég hef oft sagt það að það eru álög á þessu karlalandsliði. Það er bara gott fólk í kringum þetta landslið og magnað hversu vinnusamt þetta fólk er." „Það vinnur langt umfram það sem það fær bætur fyrir og við teljum okkur geta þetta, en auðvitað vitum við það að þetta verður erfitt," sagði tannlæknirinn úr Vestmannaeyjum að lokum. Allt innslag Guðjóns má sjá hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að íslenska landsliðið muni misstíga sig einhverntímann í undirbúningnum fyrir Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi í sumar. Hann segir að það eðlilegt í ljósi þess að þetta sé í fyrsta skipti sem liðið fari á stórmót og að liðið læri af því. „Þetta er ansi stórt verkefni fyrir lítið knattspyrnusmband. Það eru mörg verkefni á herðum þess fólks sem vinnur hérna og á heiður skilið hversu mikið það leggur á sig fyrir íslenska knattspyrnu," sagði Heimir í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Einhverntíman í ferlinu munum við misstíga okkur, en þetta er lærdómsferli sem við erum í og það þarf að taka til það greina líka. Við munum reyna gera okkar besta og undirbúa okkur eins vel og hægt er. Þar kemur reynsla Lars að góðum notum." Þetta er í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fer á stórmót og Heimir segir að menn mega ekki vera of yfirspenntir. „Það var einhver góður maður sem sagði mér það fyrir skömmu að í fyrsta skipti sem Íslendingar voru að fara í mót þá hafa þeir dálítið að klikka á fyrstu hindru. Líklega þá vegna yfirspennu og því þurfum við að haga okkar undirbúningi eins vel og hægt er." „Núna erum við að fara í marga vináttuleiki fram að lokakeppni og reynum að fá leiki gegn sterkum andstæðingum. Það er einn af liðunum í undirbúningnum að hugsa og einbeita okkur að þessari lokakeppni í staðinn fyrir að vera að hugsa um FIFA-listann eða vinna leikina. Við erum að reyna fá eins góða vináttuleiki og hægt er." Það verða líklega fá landslið með færra starfólk en það íslenska. Það er með ráðum gert. „Það er einn af þessum þáttum að vera ekki að yfirspennast og vera að fá fullt af nýju fólki sem við erum ekki vanir að vera með í kringum okkur. Leikmennirnir þekkja allt þetta starfsfólk og það hefur virkað vel fyrir okkur," sagði Heimir og bætti við að lokum: „Auðvitað vitum við það að það verður miklu meira umstang í kringum þetta mót, en ég hef oft sagt það að það eru álög á þessu karlalandsliði. Það er bara gott fólk í kringum þetta landslið og magnað hversu vinnusamt þetta fólk er." „Það vinnur langt umfram það sem það fær bætur fyrir og við teljum okkur geta þetta, en auðvitað vitum við það að þetta verður erfitt," sagði tannlæknirinn úr Vestmannaeyjum að lokum. Allt innslag Guðjóns má sjá hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti