Hvernig getur samfélagið grætt á skipulagi? Halldóra Hreggviðsdóttir skrifar 9. mars 2016 13:00 Ef skipulag felur í sér skýra og raunhæfa áætlun um það hvernig auka má lífsgæði á tilteknum stað verða strax til verðmæti, þótt framkvæmdir séu ekki hafnar. Þetta er eins og skyndileg verðhækkun hlutabréfa í fyrirtæki sem tilkynnir vel heppnaða vöruþróun og raunhæfar væntingar um arðsama framleiðslu vörunnar, þótt framleiðslan sé ekki hafin. Í fyrirtækinu njóta hluthafar ábatans, því stjórnendur sem starfa í þeirra umboði hafa ráðstafað hyggilega þeim verðmætum og tækifærum sem fyrirtækið hafði úr að spila. Á hinn bóginn felur skipulag í sér ráðstöfun á verðmætum og tækifærum sem samfélagið á sameiginlega og við felum kjörnum fulltrúum að vinna úr þeim sem best. Tökum dæmi. Það felur í sér lífsgæði að búa nálægt góðum almenningssamgöngum. Raunhæft er að ætla að íbúð sem þannig er staðsett sé umtalsvert verðmætari en sams konar íbúð annars staðar. Það er hins vegar samfélagið allt sem kostar uppsetningu og rekstur almenningssamgangnanna og einkaaðilar sjá til þess að íbúðin rísi og verði föl fyrir þá sem vilja njóta staðsetningarinnar. Háa verðið, sem Ása íbúðarkaupandi er tilbúin til að greiða Signýju byggingaverktaka fyrir svo vel staðsetta íbúð, þarf að hluta að renna til Helgu skattgreiðanda sem tekur á sig kostnaðinn við samgöngukerfið. Ef það tekst, má ætla að Helga vilji frekar kjósa fulltrúa sem skipuleggja þessi auknu gæði inn í byggðina, þótt hún njóti þeirra aðeins óbeint sjálf. Signý græðir e.t.v. ekki eins mikið og ef hún sæti að öllum hagnaðinum sjálf en á hinn bóginn er líklegra að verkefnið verði að veruleika yfirleitt. Ása fær það borgarumhverfi sem hún kýs að búa í. Samfélagið fjármagnar þannig almenningssamgöngurnar með greiðsluvilja íbúðarkaupenda. Í sæmilega þéttri byggð eru um 1.500 íbúðir innan 5 mínútna göngufjarlægðar frá viðkomustað almenningssamgangna. Fyrir hverjar 100 þúsund krónur, sem við giskum á að verð íbúðar hækki um vegna hinna auknu gæða, geta þá allt að 150 milljónir runnið í stofnkostnaðinn. Hvernig komum við þessu til leiðar? Sækja má reynslu til annarra þjóða en þar hafa ýmis form samstarfs milli opinberra aðila og einkaaðila verið reynd. Einnig þarf að huga að lagaheimildum stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Ef skipulag felur í sér skýra og raunhæfa áætlun um það hvernig auka má lífsgæði á tilteknum stað verða strax til verðmæti, þótt framkvæmdir séu ekki hafnar. Þetta er eins og skyndileg verðhækkun hlutabréfa í fyrirtæki sem tilkynnir vel heppnaða vöruþróun og raunhæfar væntingar um arðsama framleiðslu vörunnar, þótt framleiðslan sé ekki hafin. Í fyrirtækinu njóta hluthafar ábatans, því stjórnendur sem starfa í þeirra umboði hafa ráðstafað hyggilega þeim verðmætum og tækifærum sem fyrirtækið hafði úr að spila. Á hinn bóginn felur skipulag í sér ráðstöfun á verðmætum og tækifærum sem samfélagið á sameiginlega og við felum kjörnum fulltrúum að vinna úr þeim sem best. Tökum dæmi. Það felur í sér lífsgæði að búa nálægt góðum almenningssamgöngum. Raunhæft er að ætla að íbúð sem þannig er staðsett sé umtalsvert verðmætari en sams konar íbúð annars staðar. Það er hins vegar samfélagið allt sem kostar uppsetningu og rekstur almenningssamgangnanna og einkaaðilar sjá til þess að íbúðin rísi og verði föl fyrir þá sem vilja njóta staðsetningarinnar. Háa verðið, sem Ása íbúðarkaupandi er tilbúin til að greiða Signýju byggingaverktaka fyrir svo vel staðsetta íbúð, þarf að hluta að renna til Helgu skattgreiðanda sem tekur á sig kostnaðinn við samgöngukerfið. Ef það tekst, má ætla að Helga vilji frekar kjósa fulltrúa sem skipuleggja þessi auknu gæði inn í byggðina, þótt hún njóti þeirra aðeins óbeint sjálf. Signý græðir e.t.v. ekki eins mikið og ef hún sæti að öllum hagnaðinum sjálf en á hinn bóginn er líklegra að verkefnið verði að veruleika yfirleitt. Ása fær það borgarumhverfi sem hún kýs að búa í. Samfélagið fjármagnar þannig almenningssamgöngurnar með greiðsluvilja íbúðarkaupenda. Í sæmilega þéttri byggð eru um 1.500 íbúðir innan 5 mínútna göngufjarlægðar frá viðkomustað almenningssamgangna. Fyrir hverjar 100 þúsund krónur, sem við giskum á að verð íbúðar hækki um vegna hinna auknu gæða, geta þá allt að 150 milljónir runnið í stofnkostnaðinn. Hvernig komum við þessu til leiðar? Sækja má reynslu til annarra þjóða en þar hafa ýmis form samstarfs milli opinberra aðila og einkaaðila verið reynd. Einnig þarf að huga að lagaheimildum stjórnvalda.
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar