Boltinn elti hugi þátttakenda Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. maí 2016 10:45 Þeir þátttakendur sem sjást á þessari mynd heita Ceniza, Diana, Lilian, Irena og Zane. Mynd/Guðrún Thors Auðvitað er algengt að leikhúsið sé notað sem spegill á samfélagið og í þessu tilfelli eru það borgararnir sem fengu tækifæri til að velta upp spurningum um samfélagið,“ segir Vala Höskuldsdóttir um sýninguna Borgarasviðið – leiðsögn fyrir innfædda – sem frumsýnd verður í kvöld á vegum Menningarfélags Akureyrar. Þar er Vala annar tveggja listrænna stjórnenda, hinn er Aude Busson. „Aðaláherslan er á spurningarnar: Hvernig er akureyrsk menning? og Hvað er að virka í samfélaginu og hvað ekki?“ upplýsir Vala. „Við auglýstum eftir fólki til að taka þátt í ferlinu og talsverður hópur svaraði kallinu og sagði: „Ég vil vera með.“ Boltinn elti svo hugi þátttakenda og eftir nokkur skipti varð þróunin sú að kjarninn í þeim hópi sem er búinn að vinna saman frá því í nóvember samanstendur af konum sem eiga allar uppruna sinn erlendis. Að einhverju leyti tilviljun en samt kannski ekki. Eitt af því sem við komumst að í ferlinu er að Akureyringar – og eflaust flestir Íslendingar – draga sig stundum út úr verkefnum þar sem meirihluti þátttakenda er af erlendu bergi brotinn. Kannski förum við Íslendingar gjarnan í einhvern heimagír og finnst of mikið vesen að þurfa að tala hægt og setja okkur inn í aðstæður sem okkur eru framandi og ókunnar en svo förum við til útlanda og finnst sjálfsagt að kynnast alls konar fólki þar – en bara alls ekki heima hjá okkur.“„Ég er búin að læra mikið af þessu ferli og er orðin aðeins betri í að spyrja spurninga,” segir Vala.Vísir/StefánTil að byrja með virtust konurnar upp til hópa mjög ánægðar með að búa á Akureyri, að sögn Völu. „Allt var bara frábært, allir söngelskir, barngóðir, glaðlegir og góðir. En þegar leið á samtalið opnaðist fyrir fleira, þess vegna var gott að hafa ferlið svona langt. Tilfellið er að okkur heimafólkið virðist skorta forvitni og áhuga fyrir því óþekkta, hugsanlega af því við erum svo ánægð með okkur sjálf eða hrædd við að lenda í vandræðum ef við snertum við málefnum eins og trú, litarhætti, klæðnaði eða kvenfrelsi. Kannski óttumst við að allt hætti að vera skemmtilegt ef við ruggum bátnum og leyfum okkur að spyrja spurninga.“ Vala segir sýninguna hafa tekið á sig það form sem hentaði best og endað á að verða leiðsögn fyrir innfædda. „Við ætlum að sýna innfæddum aðra mynd en þeim er kunnust og teljum að hún sé fróðleg og skemmtileg fyrir alla, hvort sem þeir eru Akureyringar eða ekki,“ segir hún og tekur fram að sýningin taki einn og hálfan tíma og bara séu planaðar tvær, í kvöld og annað kvöld klukkan 20. Nema náttúrlega allt verði vitlaust! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. maí 2016 Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Auðvitað er algengt að leikhúsið sé notað sem spegill á samfélagið og í þessu tilfelli eru það borgararnir sem fengu tækifæri til að velta upp spurningum um samfélagið,“ segir Vala Höskuldsdóttir um sýninguna Borgarasviðið – leiðsögn fyrir innfædda – sem frumsýnd verður í kvöld á vegum Menningarfélags Akureyrar. Þar er Vala annar tveggja listrænna stjórnenda, hinn er Aude Busson. „Aðaláherslan er á spurningarnar: Hvernig er akureyrsk menning? og Hvað er að virka í samfélaginu og hvað ekki?“ upplýsir Vala. „Við auglýstum eftir fólki til að taka þátt í ferlinu og talsverður hópur svaraði kallinu og sagði: „Ég vil vera með.“ Boltinn elti svo hugi þátttakenda og eftir nokkur skipti varð þróunin sú að kjarninn í þeim hópi sem er búinn að vinna saman frá því í nóvember samanstendur af konum sem eiga allar uppruna sinn erlendis. Að einhverju leyti tilviljun en samt kannski ekki. Eitt af því sem við komumst að í ferlinu er að Akureyringar – og eflaust flestir Íslendingar – draga sig stundum út úr verkefnum þar sem meirihluti þátttakenda er af erlendu bergi brotinn. Kannski förum við Íslendingar gjarnan í einhvern heimagír og finnst of mikið vesen að þurfa að tala hægt og setja okkur inn í aðstæður sem okkur eru framandi og ókunnar en svo förum við til útlanda og finnst sjálfsagt að kynnast alls konar fólki þar – en bara alls ekki heima hjá okkur.“„Ég er búin að læra mikið af þessu ferli og er orðin aðeins betri í að spyrja spurninga,” segir Vala.Vísir/StefánTil að byrja með virtust konurnar upp til hópa mjög ánægðar með að búa á Akureyri, að sögn Völu. „Allt var bara frábært, allir söngelskir, barngóðir, glaðlegir og góðir. En þegar leið á samtalið opnaðist fyrir fleira, þess vegna var gott að hafa ferlið svona langt. Tilfellið er að okkur heimafólkið virðist skorta forvitni og áhuga fyrir því óþekkta, hugsanlega af því við erum svo ánægð með okkur sjálf eða hrædd við að lenda í vandræðum ef við snertum við málefnum eins og trú, litarhætti, klæðnaði eða kvenfrelsi. Kannski óttumst við að allt hætti að vera skemmtilegt ef við ruggum bátnum og leyfum okkur að spyrja spurninga.“ Vala segir sýninguna hafa tekið á sig það form sem hentaði best og endað á að verða leiðsögn fyrir innfædda. „Við ætlum að sýna innfæddum aðra mynd en þeim er kunnust og teljum að hún sé fróðleg og skemmtileg fyrir alla, hvort sem þeir eru Akureyringar eða ekki,“ segir hún og tekur fram að sýningin taki einn og hálfan tíma og bara séu planaðar tvær, í kvöld og annað kvöld klukkan 20. Nema náttúrlega allt verði vitlaust! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. maí 2016
Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira