Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. maí 2016 10:51 Engin lausn virðist vera í sjónmáli. Vísir/Heiða/GVA Kjaradeila flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins (SA) virðist vera að harðna en Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir launakröfur þeirra óraunhæfar. Flugumferðarstjórar vísa því á bug.Í pistli sem Þorsteinn ritaði á vefsíðu samtakanna hvetur hann flugumferðarstjóra til þess að koma „niður úr skýjunum“ líkt og hann orðar það. Segir hann að kröfur flugumferðarstjóra um launahækkanir séu langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum og að hætta sé á því að íslenska ríkið missi flugumsjón á stórum hluta Norður-Atlantshafið vegna kjaradeilnanna. „Ítrekaðar launadeilur við flugumferðastjóra, og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra, bjóða þeirri hættu heim að þjónustan flytjist úr landi. Enda renna önnur ríki hýrum augum til þessarar ábatasömu starfsemi. Engar náttúrulegar aðstæður kalla á að starfsemin sé rekin hér á landi,“ segir í pistli Þorsteins.Úr flugturninum við Reykjavíkurflugvöll.Vísir/ernirVilja mæta manneklu með nýjum samningi Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segist ekki telja að aukin harka sé að færast í deiluna. „Nei, ekki af okkar hálfu,“ segir Sigurjón. „En ég sá þennan pistil og ég verð að viðurkenna að hann olli mér dálitlum vonbrigðum. Við höfum verið í þessum erfiðu viðræðum síðustu vikur og mánuði og þær hafa alltaf verið málefnalegar þangað til núna.“ Sigurjón segist ekki telja launakröfur félagsins óhóflegar. „Við erum að koma úr löngum kjarasamningi og á þeim tíma, þessum fimm árum sem hann hefur verið í gildi, höfum við dregist aftur úr í launaþróun,“ segir hann. „Við teljum að það þurfi að taka tillit til þess þegar við gerum nýjan samning hvernig okkar laun hafa þróast á síðustu árum.“ Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar. Hefur það ekki tekist. Hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Hefur það ollið röskunum á flugi, bæði innanlands- sem og millilandaflugi, síðast í dag.Sigurjón segir það einföldun að segja að lokanirnar stafi fyrst og fremst af veikindum flugumferðarstjóra, til að mynda séu fleiri í sumarleyfi en veikindaleyfi. „En undirliggjandi ástæðan er náttúrulega mannekla. Það er ekki nóg af flugumferðarstjórum á Íslandi, þeir hafa verið að hverfa til annarra landa. Það er það sem við viljum stöðva með þessum kjarasamningi.“Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, áætlar að um þrjú þúsund flug hafi þurft að breyta áætlunum sínum vegna kjaradeilunnar. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Kjaradeila flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins (SA) virðist vera að harðna en Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir launakröfur þeirra óraunhæfar. Flugumferðarstjórar vísa því á bug.Í pistli sem Þorsteinn ritaði á vefsíðu samtakanna hvetur hann flugumferðarstjóra til þess að koma „niður úr skýjunum“ líkt og hann orðar það. Segir hann að kröfur flugumferðarstjóra um launahækkanir séu langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum og að hætta sé á því að íslenska ríkið missi flugumsjón á stórum hluta Norður-Atlantshafið vegna kjaradeilnanna. „Ítrekaðar launadeilur við flugumferðastjóra, og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra, bjóða þeirri hættu heim að þjónustan flytjist úr landi. Enda renna önnur ríki hýrum augum til þessarar ábatasömu starfsemi. Engar náttúrulegar aðstæður kalla á að starfsemin sé rekin hér á landi,“ segir í pistli Þorsteins.Úr flugturninum við Reykjavíkurflugvöll.Vísir/ernirVilja mæta manneklu með nýjum samningi Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segist ekki telja að aukin harka sé að færast í deiluna. „Nei, ekki af okkar hálfu,“ segir Sigurjón. „En ég sá þennan pistil og ég verð að viðurkenna að hann olli mér dálitlum vonbrigðum. Við höfum verið í þessum erfiðu viðræðum síðustu vikur og mánuði og þær hafa alltaf verið málefnalegar þangað til núna.“ Sigurjón segist ekki telja launakröfur félagsins óhóflegar. „Við erum að koma úr löngum kjarasamningi og á þeim tíma, þessum fimm árum sem hann hefur verið í gildi, höfum við dregist aftur úr í launaþróun,“ segir hann. „Við teljum að það þurfi að taka tillit til þess þegar við gerum nýjan samning hvernig okkar laun hafa þróast á síðustu árum.“ Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar. Hefur það ekki tekist. Hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Hefur það ollið röskunum á flugi, bæði innanlands- sem og millilandaflugi, síðast í dag.Sigurjón segir það einföldun að segja að lokanirnar stafi fyrst og fremst af veikindum flugumferðarstjóra, til að mynda séu fleiri í sumarleyfi en veikindaleyfi. „En undirliggjandi ástæðan er náttúrulega mannekla. Það er ekki nóg af flugumferðarstjórum á Íslandi, þeir hafa verið að hverfa til annarra landa. Það er það sem við viljum stöðva með þessum kjarasamningi.“Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, áætlar að um þrjú þúsund flug hafi þurft að breyta áætlunum sínum vegna kjaradeilunnar. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48