Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 08:42 Nýr forseti ásamt eiginkonu sinni, Elizu Reid. vísir/halla Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands. Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. Kjörstjórn fámennasta kjördæmisins, það er Norðvesturkjördæmis, hefur enn ekki skilað lokatölum. Samkvæmt nýjustu tölum, sem fengnar eru af vefsíðu RÚV, munar um 20.000 atkvæðum á Guðna og Höllu. Á kjörskrá í norðvestur eru 21.424 og því enginn tölfræðilegur möguleiki á því að Halla nái Guðna. „Það er ekki búið að telja öll atkvæði en ég held að sigurinn sé í höfn,“ sagði Guðni Th. á kosningavöku sinni rétt eftir miðnætti skömmu eftir að fyrstu tölur lágu fyrir í öllum kjördæmum. Hinn nýji forseti fagnar 48 ára afmæli í dag. Andri Snær Magnason, rithöfundur, endar að öllum líkindum í þriðja sæti en hann hefur hlotið 14,2 prósent atkvæða. Á hæla hans fylgir Davíð Oddsson, ritstjóri, með 13,7 prósent. Sturla Jónsson hlaut 3,5 prósent. Útlit er fyrir að fjórir frambjóðendur fái færri en 1.500 atkvæði en til að geta boðið sig fram þurfa frambjóðendur að safna undirskriftum 1.500 kosningabærra manna. Næst fjórmenninganna að ná 1.500 atkvæðum komst Elísabet Jökulsdóttir en þegar þetta er ritað hefur hún hlotið 1.218 atkvæði. Ástþór Magnússon, Guðrún Margrét Pálsdóttir og Hildur Þórðardóttir ná saman ekki einu prósenti þó atkvæði þeirra séu lögð saman. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 Guðni leiðir þegar lokatölur liggja fyrir í fjórum kjördæmum Rúm tíu prósent atkvæða skilja Guðna og Höllu að. 26. júní 2016 07:39 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands. Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. Kjörstjórn fámennasta kjördæmisins, það er Norðvesturkjördæmis, hefur enn ekki skilað lokatölum. Samkvæmt nýjustu tölum, sem fengnar eru af vefsíðu RÚV, munar um 20.000 atkvæðum á Guðna og Höllu. Á kjörskrá í norðvestur eru 21.424 og því enginn tölfræðilegur möguleiki á því að Halla nái Guðna. „Það er ekki búið að telja öll atkvæði en ég held að sigurinn sé í höfn,“ sagði Guðni Th. á kosningavöku sinni rétt eftir miðnætti skömmu eftir að fyrstu tölur lágu fyrir í öllum kjördæmum. Hinn nýji forseti fagnar 48 ára afmæli í dag. Andri Snær Magnason, rithöfundur, endar að öllum líkindum í þriðja sæti en hann hefur hlotið 14,2 prósent atkvæða. Á hæla hans fylgir Davíð Oddsson, ritstjóri, með 13,7 prósent. Sturla Jónsson hlaut 3,5 prósent. Útlit er fyrir að fjórir frambjóðendur fái færri en 1.500 atkvæði en til að geta boðið sig fram þurfa frambjóðendur að safna undirskriftum 1.500 kosningabærra manna. Næst fjórmenninganna að ná 1.500 atkvæðum komst Elísabet Jökulsdóttir en þegar þetta er ritað hefur hún hlotið 1.218 atkvæði. Ástþór Magnússon, Guðrún Margrét Pálsdóttir og Hildur Þórðardóttir ná saman ekki einu prósenti þó atkvæði þeirra séu lögð saman.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 Guðni leiðir þegar lokatölur liggja fyrir í fjórum kjördæmum Rúm tíu prósent atkvæða skilja Guðna og Höllu að. 26. júní 2016 07:39 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00
Guðni leiðir þegar lokatölur liggja fyrir í fjórum kjördæmum Rúm tíu prósent atkvæða skilja Guðna og Höllu að. 26. júní 2016 07:39
„Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44