Stjórnarmenn RÚV efast um fyrirheit Illuga Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2016 11:11 Vísir/GVA Þrír stjórnarmenn Ríkisútvarpsins segja nýjan þjónustusamning RÚV, sem samþykktur var í morgun, vera tilefni til að efast um fyrirheit Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Þeir segja samninginn gerðan í skugga verulegs niðurskurðar. „Þótt í samningnum séu nokkur atriði til bóta verði að skoða hann með fyrirvara um afdrif fyrirheita frá menningarmálaráðherra undanfarin misseri og í ljósi þess metnaðarleysis sem einkennir afskipti stjórnarmeirihlutans á alþingi af málefnum Ríkisútvarpsins,“ segir í tilkynningu frá þeim Björgu Evu Erlendsdóttur, Friðriki Rafnssyni og Merði Árnasyni. Við afgreiðslu samningsins greiddu Friðrik og Mörður atkvæði með samningnum en Björg Eva sat hjá. Í tilkynningunni kemur einnig fram að á fundinum í morgun hafi verið fjallað um niðurskurðaraðgerðar til að samræma starfsemi RÚV nýrri fjárhagsstöðu eftir afgreiðslu fjárlaga. Um sé að ræða um 213 milljónir króna. „Í umræðum um þetta kom fram að okkur félli illa sá samdráttur dagskrár og uppsagnir sem í áætluninni fælust, og að sem fyrst yrði að vinna aftur tapaðist. Við bentum jafnframt á að ábyrgðin væri hér fyrst og fremst ráðherrans, ríkisstjórnarinnar og þess stjórnarmeirihluta sem hún byggist á vettvangi þingsins.“Bókun þremenninganna Nú er loks komin niðurstaða í viðræðum um þjónustusamning, þremur mánuðum eftir að síðasti samningur rann út. Samningurinn er til bóta í nokkrum atriðum og má segja að í honum felist ákveðinn varnarsigur, en hann er gerður í skugga verulegs niðurskurðar, og ber merki samdráttarstefnu og metnaðarleysis ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans á Alþingi í málefnum Ríkisútvarpsins. Ákvæði um fjármögnun verður því miður að skoða í því ljósi að fyrri fyrirheit núverandi menningarmálaráðherra í þeim efnum hafa sjaldnast gengið eftir. Við virðum þann árangur sem útvarpsstjóri hefur náð á þessu sviði í samningaviðræðunum og göngum til afgreiðslu hans á þeim forsendum að með klausunni um „raunvirði“ (1. mgr. 3. kafla) sé átt við sambærilegar verðlagsuppbætur og í tilviki hefðbundinna ríkisstofnana, þar sem bættar eru til fulls kostnaðar- og launahækkanir. Við leggjum ennfremur áherslu á að sérstakar fjárveitingar til leikins innlenda efnis haldi áfram meðan núverandi þrengingaástand varir í fjármálum Ríkisútvarpsins. Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira
Þrír stjórnarmenn Ríkisútvarpsins segja nýjan þjónustusamning RÚV, sem samþykktur var í morgun, vera tilefni til að efast um fyrirheit Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Þeir segja samninginn gerðan í skugga verulegs niðurskurðar. „Þótt í samningnum séu nokkur atriði til bóta verði að skoða hann með fyrirvara um afdrif fyrirheita frá menningarmálaráðherra undanfarin misseri og í ljósi þess metnaðarleysis sem einkennir afskipti stjórnarmeirihlutans á alþingi af málefnum Ríkisútvarpsins,“ segir í tilkynningu frá þeim Björgu Evu Erlendsdóttur, Friðriki Rafnssyni og Merði Árnasyni. Við afgreiðslu samningsins greiddu Friðrik og Mörður atkvæði með samningnum en Björg Eva sat hjá. Í tilkynningunni kemur einnig fram að á fundinum í morgun hafi verið fjallað um niðurskurðaraðgerðar til að samræma starfsemi RÚV nýrri fjárhagsstöðu eftir afgreiðslu fjárlaga. Um sé að ræða um 213 milljónir króna. „Í umræðum um þetta kom fram að okkur félli illa sá samdráttur dagskrár og uppsagnir sem í áætluninni fælust, og að sem fyrst yrði að vinna aftur tapaðist. Við bentum jafnframt á að ábyrgðin væri hér fyrst og fremst ráðherrans, ríkisstjórnarinnar og þess stjórnarmeirihluta sem hún byggist á vettvangi þingsins.“Bókun þremenninganna Nú er loks komin niðurstaða í viðræðum um þjónustusamning, þremur mánuðum eftir að síðasti samningur rann út. Samningurinn er til bóta í nokkrum atriðum og má segja að í honum felist ákveðinn varnarsigur, en hann er gerður í skugga verulegs niðurskurðar, og ber merki samdráttarstefnu og metnaðarleysis ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans á Alþingi í málefnum Ríkisútvarpsins. Ákvæði um fjármögnun verður því miður að skoða í því ljósi að fyrri fyrirheit núverandi menningarmálaráðherra í þeim efnum hafa sjaldnast gengið eftir. Við virðum þann árangur sem útvarpsstjóri hefur náð á þessu sviði í samningaviðræðunum og göngum til afgreiðslu hans á þeim forsendum að með klausunni um „raunvirði“ (1. mgr. 3. kafla) sé átt við sambærilegar verðlagsuppbætur og í tilviki hefðbundinna ríkisstofnana, þar sem bættar eru til fulls kostnaðar- og launahækkanir. Við leggjum ennfremur áherslu á að sérstakar fjárveitingar til leikins innlenda efnis haldi áfram meðan núverandi þrengingaástand varir í fjármálum Ríkisútvarpsins.
Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira