Stjórnarmenn RÚV efast um fyrirheit Illuga Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2016 11:11 Vísir/GVA Þrír stjórnarmenn Ríkisútvarpsins segja nýjan þjónustusamning RÚV, sem samþykktur var í morgun, vera tilefni til að efast um fyrirheit Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Þeir segja samninginn gerðan í skugga verulegs niðurskurðar. „Þótt í samningnum séu nokkur atriði til bóta verði að skoða hann með fyrirvara um afdrif fyrirheita frá menningarmálaráðherra undanfarin misseri og í ljósi þess metnaðarleysis sem einkennir afskipti stjórnarmeirihlutans á alþingi af málefnum Ríkisútvarpsins,“ segir í tilkynningu frá þeim Björgu Evu Erlendsdóttur, Friðriki Rafnssyni og Merði Árnasyni. Við afgreiðslu samningsins greiddu Friðrik og Mörður atkvæði með samningnum en Björg Eva sat hjá. Í tilkynningunni kemur einnig fram að á fundinum í morgun hafi verið fjallað um niðurskurðaraðgerðar til að samræma starfsemi RÚV nýrri fjárhagsstöðu eftir afgreiðslu fjárlaga. Um sé að ræða um 213 milljónir króna. „Í umræðum um þetta kom fram að okkur félli illa sá samdráttur dagskrár og uppsagnir sem í áætluninni fælust, og að sem fyrst yrði að vinna aftur tapaðist. Við bentum jafnframt á að ábyrgðin væri hér fyrst og fremst ráðherrans, ríkisstjórnarinnar og þess stjórnarmeirihluta sem hún byggist á vettvangi þingsins.“Bókun þremenninganna Nú er loks komin niðurstaða í viðræðum um þjónustusamning, þremur mánuðum eftir að síðasti samningur rann út. Samningurinn er til bóta í nokkrum atriðum og má segja að í honum felist ákveðinn varnarsigur, en hann er gerður í skugga verulegs niðurskurðar, og ber merki samdráttarstefnu og metnaðarleysis ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans á Alþingi í málefnum Ríkisútvarpsins. Ákvæði um fjármögnun verður því miður að skoða í því ljósi að fyrri fyrirheit núverandi menningarmálaráðherra í þeim efnum hafa sjaldnast gengið eftir. Við virðum þann árangur sem útvarpsstjóri hefur náð á þessu sviði í samningaviðræðunum og göngum til afgreiðslu hans á þeim forsendum að með klausunni um „raunvirði“ (1. mgr. 3. kafla) sé átt við sambærilegar verðlagsuppbætur og í tilviki hefðbundinna ríkisstofnana, þar sem bættar eru til fulls kostnaðar- og launahækkanir. Við leggjum ennfremur áherslu á að sérstakar fjárveitingar til leikins innlenda efnis haldi áfram meðan núverandi þrengingaástand varir í fjármálum Ríkisútvarpsins. Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Þrír stjórnarmenn Ríkisútvarpsins segja nýjan þjónustusamning RÚV, sem samþykktur var í morgun, vera tilefni til að efast um fyrirheit Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Þeir segja samninginn gerðan í skugga verulegs niðurskurðar. „Þótt í samningnum séu nokkur atriði til bóta verði að skoða hann með fyrirvara um afdrif fyrirheita frá menningarmálaráðherra undanfarin misseri og í ljósi þess metnaðarleysis sem einkennir afskipti stjórnarmeirihlutans á alþingi af málefnum Ríkisútvarpsins,“ segir í tilkynningu frá þeim Björgu Evu Erlendsdóttur, Friðriki Rafnssyni og Merði Árnasyni. Við afgreiðslu samningsins greiddu Friðrik og Mörður atkvæði með samningnum en Björg Eva sat hjá. Í tilkynningunni kemur einnig fram að á fundinum í morgun hafi verið fjallað um niðurskurðaraðgerðar til að samræma starfsemi RÚV nýrri fjárhagsstöðu eftir afgreiðslu fjárlaga. Um sé að ræða um 213 milljónir króna. „Í umræðum um þetta kom fram að okkur félli illa sá samdráttur dagskrár og uppsagnir sem í áætluninni fælust, og að sem fyrst yrði að vinna aftur tapaðist. Við bentum jafnframt á að ábyrgðin væri hér fyrst og fremst ráðherrans, ríkisstjórnarinnar og þess stjórnarmeirihluta sem hún byggist á vettvangi þingsins.“Bókun þremenninganna Nú er loks komin niðurstaða í viðræðum um þjónustusamning, þremur mánuðum eftir að síðasti samningur rann út. Samningurinn er til bóta í nokkrum atriðum og má segja að í honum felist ákveðinn varnarsigur, en hann er gerður í skugga verulegs niðurskurðar, og ber merki samdráttarstefnu og metnaðarleysis ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans á Alþingi í málefnum Ríkisútvarpsins. Ákvæði um fjármögnun verður því miður að skoða í því ljósi að fyrri fyrirheit núverandi menningarmálaráðherra í þeim efnum hafa sjaldnast gengið eftir. Við virðum þann árangur sem útvarpsstjóri hefur náð á þessu sviði í samningaviðræðunum og göngum til afgreiðslu hans á þeim forsendum að með klausunni um „raunvirði“ (1. mgr. 3. kafla) sé átt við sambærilegar verðlagsuppbætur og í tilviki hefðbundinna ríkisstofnana, þar sem bættar eru til fulls kostnaðar- og launahækkanir. Við leggjum ennfremur áherslu á að sérstakar fjárveitingar til leikins innlenda efnis haldi áfram meðan núverandi þrengingaástand varir í fjármálum Ríkisútvarpsins.
Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira