Ormagryfjan Bjarni Bernharður skrifar 5. apríl 2016 08:00 Ég hef verið félagi í Rithöfundasambandi Íslands síðan 1978. Á fyrstu árum mínum þar inni upplifði ég að sambandið væri virðulegur félagskapur þar sem allir sætu við sama borð. En í dag horfir þetta öðruvísi við, spillingaröflin ráða ríkjum innan RSÍ. Það virðast hafa komist á hefðarrök fyrir því að formanninum beri skilyrðislaust að veita 12 mánaða starfslaun úr rithöfundasjóði ár hvert. Sjálfu formannsstarfinu fylgja hálfs árs laun (u.þ.b. 3 milljónir króna). Það er vandséð hvernig formaðurinn á, strangt til tekið, að geta sinnt ritstörfum í 12 mánuði ef hann þarf að vera í hálfu starfi sem formaður. Það er alveg kristalklárt í reglum launasjóðs að sá sem nýtur fullra árslauna má ekki gegna öðru launuðu starfi á tímabilinu. Því myndi ég segja að í þessu tilfelli sé úthlutun til formannsins brot á reglum launasjóðsins. En þetta er ekki eina dæmið. Ágætum þáttastjórnanda Viðsjár á RÚV var úthlutað tveggja ára launum 2015 en þrátt fyrir það hefur hann haldið áfram að starfa í menningarþættinum, eins og ekkert sé. Fjölmörg viðlíka dæmi má finna frá umliðnum árum, sé grannt skoðað. Af launasjóðnum sjálfum: Úr er að spila 555 mánaðarlaunum ár hvert. Þeim peningum er ætlað að standa undir eðlilegri þróun á bókmenntum. Og þá er það spurningin um á hvern hátt fénu sé best varið svo skáldskapurinn megi lifa? Það er t.d. umhugsunarvert hvers vegna rithöfundar sem hafa annars ágætar tekjur eru að sækja í þennan takmarkaða sjóð? Að mínu viti hefur aldrei verið skilgreint, frá því að sjóðurinn var stofnaður, hvaða hlutverki hann eigi að gegna eða hvar féð kemur að bestum notum, sé litið til þess að skáldskapurinn í landinu haldi lífi. Að mínum áliti gerist það ekki með því að verðlauna efnaða miðaldra rithöfunda sem hafa náð fótfestu í faginu, heldur með að renna stoðum undir grasrótina, hvetja unga höfunda til dáða með því að veita þeim farareyri í upphafi ferðar, ferðar um ódáinsekrur skáldskaparlistarinnar. Það er auðvelt að brjóta niður ungan mann eða konu sem lifir og hrærist í þeim óraunveruleik að ætla að verða skáld. Til þess þarf aðeins þrjá sljóa bókmenntafræðinga sem sitja í úthlutunarnefnd plús þröngsýnissjónarmið stjórnar RSÍ. Ég sjálfur hef ekki riðið feitum hesti frá þessum sjóði, þrátt fyrir ágætan feril á rithöfundasviðinu, feril sem ég þarf ekkert að skammast mín fyrir. Ekki einum einasta mánuði hefur mér verið úthlutað síðan 2003, þegar ég hóf að sækja um. Að vísu hef ég haft fastar tekjur, tryggingabætur frá Tryggingastofnun Ríkisins vegna 75 % örorku, en það á ekki að koma í veg fyrir að ég fái þriggja mánaða starfslaun úr launasjóðnum. Hver er þá ástæðan að svo ágætum höfundi eins og Bjarna Bernharði er synjað um ritlaun ár hvert, kann einhver að spyrja? Jú, ég tel mig hafa svarið: Árið 1988 gerðist sá harmleikur í lífi mínu að ég varð manni að bana í geðrofskasti og var vistaður á réttargeðdeild fram til ársins 1997. En það er ekki faglegt af stjórn sjóðsins að láta þann atburð hafa áhrif á hvort mér hlotnist úthlutun eður ei. Fortíðin er starfi mínu sem rithöfundur algerlega óviðkomandi, hefur ekkert með skáldskap minn í dag að gera, nema ef vera skyldi sem efniviður í bók. En nú er mælirinn fullur; ég mun ekki sækja framar um ritlaun til Íslenska ríkisins. Það er niðurlægjandi að fá synjun í hausinn síendurtekið. Ég hefði gjarna viljað, á einhverjum tímapunkt, viljað fá bendingu um það frá ábyrgum aðilia sem hefur með mál launasjóðsins að gera um að óþarft væri fyrir mig að sækja um, að ekki kæmi til greina að veita mér ritlaun. Nú er fjárhagur minn ekki þannig vaxinn að ég þurfi bráðnauðsynlega á ritlaununum að halda, heldur byggist umkvörtun mín á þeirri staðreynd að meðan ég nýt ekki þess heiðurs að fá þau er ég settur skör lægra sem höfundur fyrir þjóðinni, sem mér þykir illt. Hvað félagsaðild minni að Rithöfundasambandi Íslands snýr þá væri kannski það eina rétta að forða sér úr þeirri ormagryfju? Skila inn skírteininu? En eitthvað í persónu minni gerir mér lífsins ómögulegt að renna af hólmi í þessu rithöfundastríði og þess vegna hef ég ákveðið að vera um kyrrt innan RSÍ, halda áfram að berjast fyrir þeim málstað að ferskari viðhorf nái fótfestu innan sambandsins, en það gerist auðvitað ekki með núverandi stjórn RSÍ, sem hefur hreiðrað um sig í kerfinu og neitar að horfast í augu við staðreyndir. Eins og kerfið virkar í dag er það kristaltært að stjórn RSÍ mótar stefnuna við úthlutun úr launasjóðnum og hefur gert síðasta áratug. Þetta kerfi listamannalauna eru leifar frá fyrri tímum og tímabært að endurskoða það með tilliti nútímahátta í samfélaginu, hvert eigi að vera hlutverk listamannsinsí dag, í ljósi þess sem hefur verið margtuggið að undanförnu; að gömlu gildin dugi okkur ekki lengur, að endurnýjunar þurfi við á flestum sviðum þjóðlífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið félagi í Rithöfundasambandi Íslands síðan 1978. Á fyrstu árum mínum þar inni upplifði ég að sambandið væri virðulegur félagskapur þar sem allir sætu við sama borð. En í dag horfir þetta öðruvísi við, spillingaröflin ráða ríkjum innan RSÍ. Það virðast hafa komist á hefðarrök fyrir því að formanninum beri skilyrðislaust að veita 12 mánaða starfslaun úr rithöfundasjóði ár hvert. Sjálfu formannsstarfinu fylgja hálfs árs laun (u.þ.b. 3 milljónir króna). Það er vandséð hvernig formaðurinn á, strangt til tekið, að geta sinnt ritstörfum í 12 mánuði ef hann þarf að vera í hálfu starfi sem formaður. Það er alveg kristalklárt í reglum launasjóðs að sá sem nýtur fullra árslauna má ekki gegna öðru launuðu starfi á tímabilinu. Því myndi ég segja að í þessu tilfelli sé úthlutun til formannsins brot á reglum launasjóðsins. En þetta er ekki eina dæmið. Ágætum þáttastjórnanda Viðsjár á RÚV var úthlutað tveggja ára launum 2015 en þrátt fyrir það hefur hann haldið áfram að starfa í menningarþættinum, eins og ekkert sé. Fjölmörg viðlíka dæmi má finna frá umliðnum árum, sé grannt skoðað. Af launasjóðnum sjálfum: Úr er að spila 555 mánaðarlaunum ár hvert. Þeim peningum er ætlað að standa undir eðlilegri þróun á bókmenntum. Og þá er það spurningin um á hvern hátt fénu sé best varið svo skáldskapurinn megi lifa? Það er t.d. umhugsunarvert hvers vegna rithöfundar sem hafa annars ágætar tekjur eru að sækja í þennan takmarkaða sjóð? Að mínu viti hefur aldrei verið skilgreint, frá því að sjóðurinn var stofnaður, hvaða hlutverki hann eigi að gegna eða hvar féð kemur að bestum notum, sé litið til þess að skáldskapurinn í landinu haldi lífi. Að mínum áliti gerist það ekki með því að verðlauna efnaða miðaldra rithöfunda sem hafa náð fótfestu í faginu, heldur með að renna stoðum undir grasrótina, hvetja unga höfunda til dáða með því að veita þeim farareyri í upphafi ferðar, ferðar um ódáinsekrur skáldskaparlistarinnar. Það er auðvelt að brjóta niður ungan mann eða konu sem lifir og hrærist í þeim óraunveruleik að ætla að verða skáld. Til þess þarf aðeins þrjá sljóa bókmenntafræðinga sem sitja í úthlutunarnefnd plús þröngsýnissjónarmið stjórnar RSÍ. Ég sjálfur hef ekki riðið feitum hesti frá þessum sjóði, þrátt fyrir ágætan feril á rithöfundasviðinu, feril sem ég þarf ekkert að skammast mín fyrir. Ekki einum einasta mánuði hefur mér verið úthlutað síðan 2003, þegar ég hóf að sækja um. Að vísu hef ég haft fastar tekjur, tryggingabætur frá Tryggingastofnun Ríkisins vegna 75 % örorku, en það á ekki að koma í veg fyrir að ég fái þriggja mánaða starfslaun úr launasjóðnum. Hver er þá ástæðan að svo ágætum höfundi eins og Bjarna Bernharði er synjað um ritlaun ár hvert, kann einhver að spyrja? Jú, ég tel mig hafa svarið: Árið 1988 gerðist sá harmleikur í lífi mínu að ég varð manni að bana í geðrofskasti og var vistaður á réttargeðdeild fram til ársins 1997. En það er ekki faglegt af stjórn sjóðsins að láta þann atburð hafa áhrif á hvort mér hlotnist úthlutun eður ei. Fortíðin er starfi mínu sem rithöfundur algerlega óviðkomandi, hefur ekkert með skáldskap minn í dag að gera, nema ef vera skyldi sem efniviður í bók. En nú er mælirinn fullur; ég mun ekki sækja framar um ritlaun til Íslenska ríkisins. Það er niðurlægjandi að fá synjun í hausinn síendurtekið. Ég hefði gjarna viljað, á einhverjum tímapunkt, viljað fá bendingu um það frá ábyrgum aðilia sem hefur með mál launasjóðsins að gera um að óþarft væri fyrir mig að sækja um, að ekki kæmi til greina að veita mér ritlaun. Nú er fjárhagur minn ekki þannig vaxinn að ég þurfi bráðnauðsynlega á ritlaununum að halda, heldur byggist umkvörtun mín á þeirri staðreynd að meðan ég nýt ekki þess heiðurs að fá þau er ég settur skör lægra sem höfundur fyrir þjóðinni, sem mér þykir illt. Hvað félagsaðild minni að Rithöfundasambandi Íslands snýr þá væri kannski það eina rétta að forða sér úr þeirri ormagryfju? Skila inn skírteininu? En eitthvað í persónu minni gerir mér lífsins ómögulegt að renna af hólmi í þessu rithöfundastríði og þess vegna hef ég ákveðið að vera um kyrrt innan RSÍ, halda áfram að berjast fyrir þeim málstað að ferskari viðhorf nái fótfestu innan sambandsins, en það gerist auðvitað ekki með núverandi stjórn RSÍ, sem hefur hreiðrað um sig í kerfinu og neitar að horfast í augu við staðreyndir. Eins og kerfið virkar í dag er það kristaltært að stjórn RSÍ mótar stefnuna við úthlutun úr launasjóðnum og hefur gert síðasta áratug. Þetta kerfi listamannalauna eru leifar frá fyrri tímum og tímabært að endurskoða það með tilliti nútímahátta í samfélaginu, hvert eigi að vera hlutverk listamannsinsí dag, í ljósi þess sem hefur verið margtuggið að undanförnu; að gömlu gildin dugi okkur ekki lengur, að endurnýjunar þurfi við á flestum sviðum þjóðlífsins.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun