Erlent

Forsætisráðherra Svía: Viðhorf íslenskra ráðmanna bendir til græðgi

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Forsætisráðherra Svía telur sína þjóð ekki myndu líða viðlíka hneykslismál.
Forsætisráðherra Svía telur sína þjóð ekki myndu líða viðlíka hneykslismál. Mynd/Reuters
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar segir Íslendinga þurfa sjálfa að ákveða hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sitji áfram í stóli forsætisráðherra.

Hann sagði ennfremur að í Svíþjóð þætti ólíðandi að flækjast í hneykslismál af þessum toga.

„Frá sjónarhóli Svía, þeirra viðhorfa sem eru ráðandi hér, þá þætti ótækt að flækjast í slík hneyklismál og þetta bendir til græðgi hjá viðkomandi,“ sagði Löfven í viðtalinu við SVT.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×