Gamalt fólk borgar fyrir sig sjálft Guðrún Ágústsdóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Mikið er talað um að gamalt fólk sé byrði á samfélaginu. Einkum er rætt um þann ægilega vanda sem blasi við í framtíðinni. Rætt er um að eftir nokkra áratugi verði helmingur þjóðarinnar að vinna fyrir hinum helmingnum. Helmingurinn af þeim helmingi sem eftir er eru börn og unglingar og engum hefur dottið í hug að innleiða barnaþrælkun eða að skera niður við skólakerfið af því að unga fólkið sé svo fjölmennt. Það er eðlilegt í siðuðu samfélagi að búa vel að ungu fólki, börnum og unglingum og að aðstoða yngstu fjölskyldurnar af stað í lífinu með barnabótum og húsnæðisstuðningi, leikskólum og grunnskólum. Engum dettur í hug að tala um unga fólkið sem vandamál eða byrði á samfélaginu. Öðru máli gegnir um aldraða. En það er nefnilega líka rangt að tala um aldraða sem byrði. Það er í fyrsta lagi af því að aldraðir hafa flestir unnið fyrir sér með langri starfsævi og hafa borgað skatta og skyldur til samfélagsins. En það er í öðru lagi vegna þess að aldraðir hafa lagt fyrir í lífeyrissjóði hluta af tekjum sínum. Þeir hafa sparað til elliáranna. Og þeir hafa ekki aðeins sparað til þeirra ára þegar þau eru frísk og heil heilsu. Þau greiða líka fyrir vistun á heimilum fyrir aldraða með lífeyrinum sínum. Lífeyrissjóðirnir eru með sterkustu stofnunum okkar þjóðfélags. Nú orðið er oft talað illa um lífeyrissjóðina. Það er rangt og það er hættulegt. Ef við tölum niður og veikjum lífeyrissjóðina værum við einmitt að auka á skattgreiðslur annarra í samfélaginu. Tengdamóðir mín er 92 ára. Hún eignaðist átta börn. Hún hafði á sl. ári 1,4 millj. kr. í lífeyri frá lífeyrissjóðum en hún komst ekki út á almennan vinnumarkað, vann lengi við ræstingar, fyrr en hún varð orðin hálffimmtug. Til viðbótar þessum 1,4 milljónum sem hún borgar sér sjálf greiddi Tryggingastofnun 1,1 millj.kr. Alls 2,5 millj.kr. Af þessum 2,5 millj.kr. alls greiddi hún svo 400 þúsund í skatta – eða 4/11 af því sem ríkið borgaði henni eða 36% af því sem ríkið borgaði henni. Nú er hún á hjúkrunarheimili og greiðir kostnaðinn við það að verulegu leyti af sínum lífeyri. Það er rangt að tala um þetta fólk sem byrði. Það bjó til þjóðfélagið sem við lifum í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mikið er talað um að gamalt fólk sé byrði á samfélaginu. Einkum er rætt um þann ægilega vanda sem blasi við í framtíðinni. Rætt er um að eftir nokkra áratugi verði helmingur þjóðarinnar að vinna fyrir hinum helmingnum. Helmingurinn af þeim helmingi sem eftir er eru börn og unglingar og engum hefur dottið í hug að innleiða barnaþrælkun eða að skera niður við skólakerfið af því að unga fólkið sé svo fjölmennt. Það er eðlilegt í siðuðu samfélagi að búa vel að ungu fólki, börnum og unglingum og að aðstoða yngstu fjölskyldurnar af stað í lífinu með barnabótum og húsnæðisstuðningi, leikskólum og grunnskólum. Engum dettur í hug að tala um unga fólkið sem vandamál eða byrði á samfélaginu. Öðru máli gegnir um aldraða. En það er nefnilega líka rangt að tala um aldraða sem byrði. Það er í fyrsta lagi af því að aldraðir hafa flestir unnið fyrir sér með langri starfsævi og hafa borgað skatta og skyldur til samfélagsins. En það er í öðru lagi vegna þess að aldraðir hafa lagt fyrir í lífeyrissjóði hluta af tekjum sínum. Þeir hafa sparað til elliáranna. Og þeir hafa ekki aðeins sparað til þeirra ára þegar þau eru frísk og heil heilsu. Þau greiða líka fyrir vistun á heimilum fyrir aldraða með lífeyrinum sínum. Lífeyrissjóðirnir eru með sterkustu stofnunum okkar þjóðfélags. Nú orðið er oft talað illa um lífeyrissjóðina. Það er rangt og það er hættulegt. Ef við tölum niður og veikjum lífeyrissjóðina værum við einmitt að auka á skattgreiðslur annarra í samfélaginu. Tengdamóðir mín er 92 ára. Hún eignaðist átta börn. Hún hafði á sl. ári 1,4 millj. kr. í lífeyri frá lífeyrissjóðum en hún komst ekki út á almennan vinnumarkað, vann lengi við ræstingar, fyrr en hún varð orðin hálffimmtug. Til viðbótar þessum 1,4 milljónum sem hún borgar sér sjálf greiddi Tryggingastofnun 1,1 millj.kr. Alls 2,5 millj.kr. Af þessum 2,5 millj.kr. alls greiddi hún svo 400 þúsund í skatta – eða 4/11 af því sem ríkið borgaði henni eða 36% af því sem ríkið borgaði henni. Nú er hún á hjúkrunarheimili og greiðir kostnaðinn við það að verulegu leyti af sínum lífeyri. Það er rangt að tala um þetta fólk sem byrði. Það bjó til þjóðfélagið sem við lifum í.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun