Þýski landsliðsmaðurinn Julian Draxler hefur gert fjögurra ára samning við Paris Saint-Germain.
Hann mun ganga til liðs við frönsku meistarana þegar félagaskiptaglugginn opnar í næsta mánuði, að því gefnu að hann standist læknisskoðun.
Draxler, sem er 23 ára, kemur til PSG frá Wolfsburg þar sem hann hefur leikið í rúmt ár.
Draxler er uppalinn hjá Schalke 04 og lék 170 leiki og skoraði 30 mörk fyrir liðið áður en hann færði sig um set til Wolfsburg í fyrra.
Wolfsburg hefur gengið illa á tímabilinu og situr í 13. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Draxler hefur leikið 13 deildarleiki á þessu tímabili en ekki tekist að skora.
Draxler hefur leikið 27 landsleiki fyrir Þýskaland og skorað þrjú mörk. Hann varð heimsmeistari með þýska liðinu í Brasilíu fyrir tveimur árum.
PSG er í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 39 stig, fimm stigum á eftir toppliði Nice.
PSG krækti í Draxler
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“
Íslenski boltinn



Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag
Enski boltinn

„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“
Íslenski boltinn





Warriors vann leik sem var eins og frá 1997
Körfubolti