Erlent

Auka viðbúnað í Oregon

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ammon Bundy var helsti leiðtogi mannanna í Oregon en hann var handtekinn í gær.
Ammon Bundy var helsti leiðtogi mannanna í Oregon en hann var handtekinn í gær. Vísir/AFP
Lögregluyfirvöld í Oregon í Bandaríkjunum hafa aukið viðbúnað umhverfis náttúruverndarsvæði sem hópur vopnaðra manna hertók fyrr í þessum mánuði. Hópurinn neitar að víkja þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir lögreglu til að koma honum burt.

Til skotbardaga kom í nótt þegar lögreglan réðist til atlögu gegn hópnum sem hefur haft skrifstofur friðlandsins í Oregon á sínu valdi um nokkurt skeið. Einn féll í átökunum og annar særðist. Alls voru sjö handteknir.

Settir hafa verið upp vegartálmar umhverfis svæðið og fá einungis landeigendur og lögregla heimild til að fara inn á það. Lögregla hyggst þó ekki ráðast til atlögu að nýju og segist ætla að reyna að leysa málið á friðsælan máta.

Landtökumennirnir segjast tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn en þeir fara meðal annars fram á að ríkisstjórn Bandaríkjanna láti landið af hendi og gefi það til heimamanna þannig að þeir geti nýtt það til timburframleiðslu, sem beitiland eða grafið eftir málmum.

Þeir hafa komið upp myndavélum og leyft fólki að fylgjast með í gegnum Youtube, líkt og sjá má hér fyrir neðan.




Tengdar fréttir

Ammon Bundy og félagar handteknir í Oregon

Til skotbardaga kom í nótt þegar Alríkislögreglan bandaríska réðst til atlögu gegn vopnuðum hópi manna sem hafa haft skrifstofur náttúruverndarstofnunar í Oregon á sínu valdi um nokkurra vikna skeið. Einn mannanna féll í átökunum og annar særðist en leiðtogi þeirra, Ammon Bundy, er nú í haldi lögreglu ásamt sex öðrum félögum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×