Erlent

Á yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa beitt piparúða á árásarmann sinn

vísir/getty
Dönsk unglingsstúlka á yfir höfði sér ákæru eftir að hafa beitt piparúða á karlmann sem réðist á hana. Piparúði er ólöglegur í Danmörku og má hún því búast við að verða sakfelld fyrir ólöglegan vopnaburð.

Stúlkan, sem er sautján ára, sakar manninn um að hafa ráðist á sig og reynt að afklæða sig er hún var á gangi í Sonderborg fyrir skemmstu. Manninum tókst að flýja eftir að hún beitti úðanum. Hún kærði málið til lögreglu en fékk þar þær upplýsingar að hún hefði sjálf brotið lög.

Málið hefur vakið mikla reiði í Danmörku en fleiri konur í Sonderborg hafa tilkynnt kynferðislega áreitni að undanförnu.

Á vef Telegraph segir að árásin hafi átt sér stað fyrir utan flóttamannamiðstöð í bænum. Maðurinn sé enskumælandi en að ekki liggi fyrir hvort maðurinn sé íbúi í miðstöðinni.

Stúlkan má búast við sekt vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×