Erlent

Danskur saksóknari: Nauðsynlegt og rétt að skjóta El-Hussein

Atli Ísleifsson skrifar
El-Hussein Hann skaut mann til bana í menningarmiðstöð og öryggisvörð við bænahús gyðinga í febrúar í fyrra.
El-Hussein Hann skaut mann til bana í menningarmiðstöð og öryggisvörð við bænahús gyðinga í febrúar í fyrra. Vísir/EPA
Ríkissaksóknari í Danmörku segir að rétt og nauðsynlegt hafi verið fyrir lögreglumenn að skjóta Omar El-Hussein sem stóð að hryðjuverkaárásinni í Kaupmannahöfn í febrúar í fyrra.

El-Hussein var skotinn til bana af lögreglu á Svanevej í norðvesturhluta Kaupmannahafnar þann 15. febrúar 2015.

Hann hafði þá skotið mann til bana í menningarmiðstöð þar sem sænski listamaðurinn Lars Vilks hugðist ræða tjáningarfrelsið, og öryggisvörð við bænahús gyðinga.

„Skotið sem banaði El-Hussein var löglegt, nauðsynlegt og réttlætanlegt. Lögreglumenninirnir máttu, með réttu, halda að El-Hussein hafi sjálfur skotið að þeim í tilgangi að drepa þá,“ segir ríkissaksóknarinn Lise-Lotte Nilas. Þetta kemur fram í frétt DR.

Rannsóknir sjálfstæðrar eftirlitsstofnunar lögreglu og ríkissaksóknara sýna nú báðar að skotvopnanotkun lögreglu hafi verið innan ramma laga og reglna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×