Klopp horfði ekki á vítakeppnina í gær og þetta er ástæðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2016 13:00 Jürgen Klopp fagnar sigri í gærkvöldi. Vísir/Getty Knattspyrnustjóri Liverpool, Þjóðverjinn Jürgen Klopp, sá ekki sína menn vinna vítaspyrnukeppnina á móti Stoke City. Liverpool vann vítakeppnina 6-5 en Klopp horfði ekki á eitt víti hjá sínum mönnum. Klopp sá því ekki Emre Can skjóta í stöngina, þá Christian Benteke, Roberto Firmino, James Milner, Lucas og Joe Allen skora úr sínum spyrnum eða Belgann Simon Mignolet verja víti frá þeim Peter Crouch og Marc Muniesa.Sjá einnig:Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley „Ég sá ekki eitt víti. Ég var fyrir aftan vegg af mínum leikmönnum og fylgist með þaðan. Ég mun horfa á þetta seinna í sjónvarpinu en það var gaman að fylgjast með stuðningsfólkinu í staðinn,“ sagði Jürgen Klopp við BBC eftir leikinn. Það sást líka á því að sjónvarpsvélunum á vellinum gekk ekki alltof vel að finna þýska stjórann á meðan vítakeppninni stóð. Hann er oftast miklu meira áberandi á hliðarlínunni en hann var á meðan vítakeppninni stóð í gærkvöldi. Klopp sagði frá því í viðtali við heimasíðu Liverpool af hverju hann horfði ekki á vítakeppnina. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Vanalega horfi ég á vítakeppnir en ef ég hefði stillt mér upp fyrir framan stúkuna þá hefðu áhorfendurnir í fyrstu röð ekki séð. Ég get ekki verið á hnjánum svona lengi. Ég sleit krossband fyrir tuttugu árum og er ekki enn orðinn hundrað prósent góður,“ sagði Klopp og bætti við: „Þess vegna sat ég á stól og gat ekki séð neitt. Mér leið samt vel þarna og það var gott að sjá bara fólkið. Við unnum á endanum án þess að ég horfði á og það var fyrir öllu,“ sagði Klopp. Liverpool er komið í úrslitaleik enska deildabikarsins sem fer fram á Wembley 28. febrúar næstkomandi.Vítaspyrnukeppnina má sjá að neðan.„Nú munum við horfa á leik Everton og Manchester City. Þetta verður úrslitaleikur á milli liða frá norður Englandi. Wembley er góður staður til að spila og til að vinna en það er ekki sérstaklega gaman að tapa þar," sagði um leik kvöldsins en þá fer fram seinni undanúrslitaleikurinn í hinni viðureigninni. Everton vann 2-1 sigur á Manchester City í fyrri leiknum og kemur því eins marks forskot inn í leikinn eins og Liverpool í gær. Manchester City skoraði aftur á móti mikilvægt útivallarmark í fyrri leiknum á Goodison Park. BBC segir frá því að Liverpool hafi nú fagnað sigri í 11 af síðustu 13 vítakeppnum sínum í öllum keppnum.Jürgen Klopp faðmar Simon Mignolet sem varði tvö víti í vítakeppninni.Vísir/GettyJürgen Klopp hrósaði Jon Flanagan eftir leik og talaði um hans sem besta leikmann síns liðs í leiknum.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30 Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13 Fyrsta fullkomna umferð Liverpool-stuðningsmannsins síðan í maí Liverpool vann dramatískan sigur á Norwich City í ensku úrvalsdeildinni um helgina en töp tveggja erkifjenda sáu enn frekar til þess að flestir stuðningsmenn Liverpool mættu örugglega skælbrosandi í vinnuna í morgun. 25. janúar 2016 13:30 Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52 Tölfræði sem styður það að Klopp sé með bestu skiptingarnar í ensku úrvalsdeildinni Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, átti enn eina meistaraskiptinguna um helgina þegar hann setti Adam Lallana inn á völlinn fyrir Jordon Ibe. 25. janúar 2016 15:00 Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley. 27. janúar 2016 10:00 Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Erkifjendur berjast í Leikhúsi draumanna Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Knattspyrnustjóri Liverpool, Þjóðverjinn Jürgen Klopp, sá ekki sína menn vinna vítaspyrnukeppnina á móti Stoke City. Liverpool vann vítakeppnina 6-5 en Klopp horfði ekki á eitt víti hjá sínum mönnum. Klopp sá því ekki Emre Can skjóta í stöngina, þá Christian Benteke, Roberto Firmino, James Milner, Lucas og Joe Allen skora úr sínum spyrnum eða Belgann Simon Mignolet verja víti frá þeim Peter Crouch og Marc Muniesa.Sjá einnig:Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley „Ég sá ekki eitt víti. Ég var fyrir aftan vegg af mínum leikmönnum og fylgist með þaðan. Ég mun horfa á þetta seinna í sjónvarpinu en það var gaman að fylgjast með stuðningsfólkinu í staðinn,“ sagði Jürgen Klopp við BBC eftir leikinn. Það sást líka á því að sjónvarpsvélunum á vellinum gekk ekki alltof vel að finna þýska stjórann á meðan vítakeppninni stóð. Hann er oftast miklu meira áberandi á hliðarlínunni en hann var á meðan vítakeppninni stóð í gærkvöldi. Klopp sagði frá því í viðtali við heimasíðu Liverpool af hverju hann horfði ekki á vítakeppnina. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Vanalega horfi ég á vítakeppnir en ef ég hefði stillt mér upp fyrir framan stúkuna þá hefðu áhorfendurnir í fyrstu röð ekki séð. Ég get ekki verið á hnjánum svona lengi. Ég sleit krossband fyrir tuttugu árum og er ekki enn orðinn hundrað prósent góður,“ sagði Klopp og bætti við: „Þess vegna sat ég á stól og gat ekki séð neitt. Mér leið samt vel þarna og það var gott að sjá bara fólkið. Við unnum á endanum án þess að ég horfði á og það var fyrir öllu,“ sagði Klopp. Liverpool er komið í úrslitaleik enska deildabikarsins sem fer fram á Wembley 28. febrúar næstkomandi.Vítaspyrnukeppnina má sjá að neðan.„Nú munum við horfa á leik Everton og Manchester City. Þetta verður úrslitaleikur á milli liða frá norður Englandi. Wembley er góður staður til að spila og til að vinna en það er ekki sérstaklega gaman að tapa þar," sagði um leik kvöldsins en þá fer fram seinni undanúrslitaleikurinn í hinni viðureigninni. Everton vann 2-1 sigur á Manchester City í fyrri leiknum og kemur því eins marks forskot inn í leikinn eins og Liverpool í gær. Manchester City skoraði aftur á móti mikilvægt útivallarmark í fyrri leiknum á Goodison Park. BBC segir frá því að Liverpool hafi nú fagnað sigri í 11 af síðustu 13 vítakeppnum sínum í öllum keppnum.Jürgen Klopp faðmar Simon Mignolet sem varði tvö víti í vítakeppninni.Vísir/GettyJürgen Klopp hrósaði Jon Flanagan eftir leik og talaði um hans sem besta leikmann síns liðs í leiknum.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30 Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13 Fyrsta fullkomna umferð Liverpool-stuðningsmannsins síðan í maí Liverpool vann dramatískan sigur á Norwich City í ensku úrvalsdeildinni um helgina en töp tveggja erkifjenda sáu enn frekar til þess að flestir stuðningsmenn Liverpool mættu örugglega skælbrosandi í vinnuna í morgun. 25. janúar 2016 13:30 Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52 Tölfræði sem styður það að Klopp sé með bestu skiptingarnar í ensku úrvalsdeildinni Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, átti enn eina meistaraskiptinguna um helgina þegar hann setti Adam Lallana inn á völlinn fyrir Jordon Ibe. 25. janúar 2016 15:00 Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley. 27. janúar 2016 10:00 Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Erkifjendur berjast í Leikhúsi draumanna Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30
Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13
Fyrsta fullkomna umferð Liverpool-stuðningsmannsins síðan í maí Liverpool vann dramatískan sigur á Norwich City í ensku úrvalsdeildinni um helgina en töp tveggja erkifjenda sáu enn frekar til þess að flestir stuðningsmenn Liverpool mættu örugglega skælbrosandi í vinnuna í morgun. 25. janúar 2016 13:30
Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52
Tölfræði sem styður það að Klopp sé með bestu skiptingarnar í ensku úrvalsdeildinni Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, átti enn eina meistaraskiptinguna um helgina þegar hann setti Adam Lallana inn á völlinn fyrir Jordon Ibe. 25. janúar 2016 15:00
Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley. 27. janúar 2016 10:00
Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00