Erlent

Söngvarinn Colin Vearncombe er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Colin Vearncombe á sviði árið 2011.
Colin Vearncombe á sviði árið 2011. Vísir/Getty
Breski söngvarinn Colin Vearncombe, sem gekk undir listamannsnafninu Black, er látinn 53 ára að aldri. Vearncombe var þekktastur fyrir lag sitt Wonderful Life sem kom út árið 1987.

Vearncombe lenti í alvarlegu bílslysi fyrir sextán dögum síðan á Írlandi og aldrei komist aftur til meðvitundar. Hann lést í gær.

Í skilaboðum á Facebook-síðu söngvarans segir að hann hafi verið umvafinn fjölskyldu sinni og hún sungið fyrir hann þegar hann lést.

Vearncombe var giftur sænsku söngkonunni Camilla Griehsel og áttu þau þrjá syni. Þau höfðu nýverið ákveðið að skilja en bjuggu enn saman á heimili sínu í Skull á Írlandi.

Vearncombe gaf út fimmtán plötur undir listamannsnafninu Black.

We’re deeply saddened to announce the death of Colin Vearncombe (aka Black) earlier today, Tuesday 26th January 2016....

Posted by Black aka Colin Vearncombe on Tuesday, 26 January 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×