Cameron sagði ósatt um tengsl við aflandsfélag Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2016 21:24 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið staðinn að því að segja ósatt um hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Boðað hefur verið mótmæla fyrir utan bústað forsætisráðherrans í Downingstræti á morgun. Í Panama lekanum kom fram að faðir Cameron hafi átt félagið Blairmore sem skráð var í Panama og strax hófust umræður um mögulega hagsmuni forsætisráðherrans í aflandsfélaginu. Hann þvertók fyrir það þegar hann var spurður út í málið á þriðjudag. „Ég á nokkurn sparnað sem ég hef einhverjar vaxtatekjur af og ég á hús sem við bjuggum í áður en við leigjum út á meðan við búum í Downingstræti. Það er allt sem ég á. Ég á engin hlutabréf, enga aflandssjóði eða nokkuð í þá átt,“ sagði Cameron á þriðjudag. Í gær viðurkenndi forsætisráðherrann hins vegar að hann og eiginkona hans hafi átt hlut í aflandsfélagi föður hans að verðmæti um sex milljónum króna. „Sem við seldum í janúar árið 2010 (áður en hann varð forsætisráðherra). Verðmæti hlutarins var í kring um 30 þúsund pund. Ég borgaði tekjuskatt af hagnaðinum en upphæðin var innan marka fjármagnstekjuskatts þannig að ég borgaði hann ekki,“ sagði Cameron í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og Verkamannaflokksins, segir þessi mál ekki vera einkamál forsætisráðherrans hafi allir skattar ekki verið greiddir. „Þannig að það þarf að fara fram sjálfstæð rannsókn á þessu máli og kanna hvort skattar allir skattar sem greiða á voru greiddir eða ekki,“ segir Corbyn. Málið gæti átt eftir að reynast Cameron erfitt og nú þegar er byrjað að ræða í breskum fjölmiðlum hvort hann þurfi að segja af sér eins og forsætisráðherra Íslands, þótt hagnaðurinn hafi verið greiddur áður en Cameron varð forsætisráðherra. En hann erfði líka um 300 þúsund pund eftir föður sinn, eða um 60 milljónir króna. Þá átti Cameron sjálfur reikning á aflandseyjunni Jersey. „Ég hef aldrei farið í grafgötur með að ég hef verið mjög lánsamur maður. Ég átti efnaða foreldra sem veittu mér frábært uppeldi og greiddu fyrir mig skólagjöld í frábæran skóla. Ég hef aldrei þóst vera annar en ég er,“ sagði David Cameron. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið staðinn að því að segja ósatt um hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Boðað hefur verið mótmæla fyrir utan bústað forsætisráðherrans í Downingstræti á morgun. Í Panama lekanum kom fram að faðir Cameron hafi átt félagið Blairmore sem skráð var í Panama og strax hófust umræður um mögulega hagsmuni forsætisráðherrans í aflandsfélaginu. Hann þvertók fyrir það þegar hann var spurður út í málið á þriðjudag. „Ég á nokkurn sparnað sem ég hef einhverjar vaxtatekjur af og ég á hús sem við bjuggum í áður en við leigjum út á meðan við búum í Downingstræti. Það er allt sem ég á. Ég á engin hlutabréf, enga aflandssjóði eða nokkuð í þá átt,“ sagði Cameron á þriðjudag. Í gær viðurkenndi forsætisráðherrann hins vegar að hann og eiginkona hans hafi átt hlut í aflandsfélagi föður hans að verðmæti um sex milljónum króna. „Sem við seldum í janúar árið 2010 (áður en hann varð forsætisráðherra). Verðmæti hlutarins var í kring um 30 þúsund pund. Ég borgaði tekjuskatt af hagnaðinum en upphæðin var innan marka fjármagnstekjuskatts þannig að ég borgaði hann ekki,“ sagði Cameron í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og Verkamannaflokksins, segir þessi mál ekki vera einkamál forsætisráðherrans hafi allir skattar ekki verið greiddir. „Þannig að það þarf að fara fram sjálfstæð rannsókn á þessu máli og kanna hvort skattar allir skattar sem greiða á voru greiddir eða ekki,“ segir Corbyn. Málið gæti átt eftir að reynast Cameron erfitt og nú þegar er byrjað að ræða í breskum fjölmiðlum hvort hann þurfi að segja af sér eins og forsætisráðherra Íslands, þótt hagnaðurinn hafi verið greiddur áður en Cameron varð forsætisráðherra. En hann erfði líka um 300 þúsund pund eftir föður sinn, eða um 60 milljónir króna. Þá átti Cameron sjálfur reikning á aflandseyjunni Jersey. „Ég hef aldrei farið í grafgötur með að ég hef verið mjög lánsamur maður. Ég átti efnaða foreldra sem veittu mér frábært uppeldi og greiddu fyrir mig skólagjöld í frábæran skóla. Ég hef aldrei þóst vera annar en ég er,“ sagði David Cameron.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira