Cameron sagði ósatt um tengsl við aflandsfélag Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2016 21:24 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið staðinn að því að segja ósatt um hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Boðað hefur verið mótmæla fyrir utan bústað forsætisráðherrans í Downingstræti á morgun. Í Panama lekanum kom fram að faðir Cameron hafi átt félagið Blairmore sem skráð var í Panama og strax hófust umræður um mögulega hagsmuni forsætisráðherrans í aflandsfélaginu. Hann þvertók fyrir það þegar hann var spurður út í málið á þriðjudag. „Ég á nokkurn sparnað sem ég hef einhverjar vaxtatekjur af og ég á hús sem við bjuggum í áður en við leigjum út á meðan við búum í Downingstræti. Það er allt sem ég á. Ég á engin hlutabréf, enga aflandssjóði eða nokkuð í þá átt,“ sagði Cameron á þriðjudag. Í gær viðurkenndi forsætisráðherrann hins vegar að hann og eiginkona hans hafi átt hlut í aflandsfélagi föður hans að verðmæti um sex milljónum króna. „Sem við seldum í janúar árið 2010 (áður en hann varð forsætisráðherra). Verðmæti hlutarins var í kring um 30 þúsund pund. Ég borgaði tekjuskatt af hagnaðinum en upphæðin var innan marka fjármagnstekjuskatts þannig að ég borgaði hann ekki,“ sagði Cameron í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og Verkamannaflokksins, segir þessi mál ekki vera einkamál forsætisráðherrans hafi allir skattar ekki verið greiddir. „Þannig að það þarf að fara fram sjálfstæð rannsókn á þessu máli og kanna hvort skattar allir skattar sem greiða á voru greiddir eða ekki,“ segir Corbyn. Málið gæti átt eftir að reynast Cameron erfitt og nú þegar er byrjað að ræða í breskum fjölmiðlum hvort hann þurfi að segja af sér eins og forsætisráðherra Íslands, þótt hagnaðurinn hafi verið greiddur áður en Cameron varð forsætisráðherra. En hann erfði líka um 300 þúsund pund eftir föður sinn, eða um 60 milljónir króna. Þá átti Cameron sjálfur reikning á aflandseyjunni Jersey. „Ég hef aldrei farið í grafgötur með að ég hef verið mjög lánsamur maður. Ég átti efnaða foreldra sem veittu mér frábært uppeldi og greiddu fyrir mig skólagjöld í frábæran skóla. Ég hef aldrei þóst vera annar en ég er,“ sagði David Cameron. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið staðinn að því að segja ósatt um hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Boðað hefur verið mótmæla fyrir utan bústað forsætisráðherrans í Downingstræti á morgun. Í Panama lekanum kom fram að faðir Cameron hafi átt félagið Blairmore sem skráð var í Panama og strax hófust umræður um mögulega hagsmuni forsætisráðherrans í aflandsfélaginu. Hann þvertók fyrir það þegar hann var spurður út í málið á þriðjudag. „Ég á nokkurn sparnað sem ég hef einhverjar vaxtatekjur af og ég á hús sem við bjuggum í áður en við leigjum út á meðan við búum í Downingstræti. Það er allt sem ég á. Ég á engin hlutabréf, enga aflandssjóði eða nokkuð í þá átt,“ sagði Cameron á þriðjudag. Í gær viðurkenndi forsætisráðherrann hins vegar að hann og eiginkona hans hafi átt hlut í aflandsfélagi föður hans að verðmæti um sex milljónum króna. „Sem við seldum í janúar árið 2010 (áður en hann varð forsætisráðherra). Verðmæti hlutarins var í kring um 30 þúsund pund. Ég borgaði tekjuskatt af hagnaðinum en upphæðin var innan marka fjármagnstekjuskatts þannig að ég borgaði hann ekki,“ sagði Cameron í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og Verkamannaflokksins, segir þessi mál ekki vera einkamál forsætisráðherrans hafi allir skattar ekki verið greiddir. „Þannig að það þarf að fara fram sjálfstæð rannsókn á þessu máli og kanna hvort skattar allir skattar sem greiða á voru greiddir eða ekki,“ segir Corbyn. Málið gæti átt eftir að reynast Cameron erfitt og nú þegar er byrjað að ræða í breskum fjölmiðlum hvort hann þurfi að segja af sér eins og forsætisráðherra Íslands, þótt hagnaðurinn hafi verið greiddur áður en Cameron varð forsætisráðherra. En hann erfði líka um 300 þúsund pund eftir föður sinn, eða um 60 milljónir króna. Þá átti Cameron sjálfur reikning á aflandseyjunni Jersey. „Ég hef aldrei farið í grafgötur með að ég hef verið mjög lánsamur maður. Ég átti efnaða foreldra sem veittu mér frábært uppeldi og greiddu fyrir mig skólagjöld í frábæran skóla. Ég hef aldrei þóst vera annar en ég er,“ sagði David Cameron.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira