Erlent

Nielsen tekur framúr Jensen sem algengasta eftirnafn Dana

Atli ísleifsson skrifar
Fyrirsætan og leikkonan Brigitte Nielsen og knattspyrnukappinn John Faxe Jensen.
Fyrirsætan og leikkonan Brigitte Nielsen og knattspyrnukappinn John Faxe Jensen. Vísir/Getty
Nielsen hefur nú tekið framúr Jensen sem algengasta eftirnafnið í Danmörku.

Þetta er í fyrsta sinn sem Jensen trónir ekki á toppnum frá því að hagstofa Danmerkur hóf skráningar á eftirnöfnum danskra ríkisborgara.

Í næstu sætum eru svo Hansen, Pedersen og Andersen.

Í frétt DR segir að þrátt fyrir að eftirnöfn sem enda á -sen skipi fimm efstu sæti listans þá hafi fólki með slík eftirnöfn fækkað.

48 prósent Dana bera nú nöfn sem enda á „sen“, en fyrir þrjátíu árum var hlutfallið 66 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×