Erlent

Peres fluttur á sjúkrahús

Atli ísleifsson skrifar
Shimon Peres.
Shimon Peres. Vísir/AFP
Shimon Peres, fyrrverandi forsætisráðherra og forseti Ísraels, var fluttur á sjúkrahús í Tel Hashomer í nótt eftir að hafa fengið hjartaáfall.

Ayelet Frisch, aðstoðarmaður Peres, segir að líðan hins 92 ára Peres sé stöðug.

Peres hlaut friðarverðlaun Nóbels ásamt þeim Yitzhak Rabin, þáverandi forsætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Palestínumanna, árið 1994.

Peres gegndi tvívegis embætti forsætisráðherra Ísraels og sat í stóli forseta landsins á árunum 2007 til 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×