Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar tvö

Ritstjórn skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar tvö rýnum við í vinnu þingmanna við fjárlagafrumvarpið og fylgifrumvörp þess, en varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar segir ekki standa til að auka tekjur ríkissjóðs á næsta ári umfram það sem gert sé ráð fyrir í frumvarpinu til að standa undir auknum útgjöldum til heilbrigðis- og menntamála.

 

Sjómannaverkfallið sem skall á fyrir tveimur dögum kostar þjóðarbúið stórar fjárhæðir, en fiskafurðir fyrir 19 milljarða króna eru fluttar út í mánuði hverjum með tilheyrandi gjaldeyristekjum.

 

Þá kíkjum við í aldarafmælisveislu Framsóknarflokksins sem hefur setið í ríkisstjórn í 62 ár síðustu hundrað árin. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar tvö á samtengdum rásum Stöðvar tvö og Bylgjunnar og í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×