Að viðurkenna ekki foreldrafirringu er afneitun réttlætis François Scheefer skrifar 11. mars 2016 07:00 Foreldrafirring er mjög alvarlegt fyrirbæri þar sem unglingar og eða börn eru með skipulögðum hætti heilaþvegin með mannskemmandi umtali, lygum og hreinum rógburði um hitt foreldrið og aðstandendur þess, svo að varnarlaust ungviðið fer smám saman að hafna öllu og öllum og jafnvel hata, algerlega að ósekju, það foreldri sem haldið er úti í kuldanum svo og alla tilheyrendur þess foreldris, án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Þannig, með lotulausum lygum og rógburði, nær foreldrið tangarhaldi á varnarlausu ungviðinu, sem þar með verður fyrir mjög svo alvarlegum tilfinningalegum og sálrænum skaða, ofbeldi sem getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir alla framtíð ungviðisins, sálrænar sem geðrænar, ekki síður en kynferðisbrot. Jafnvel þótt nákvæm skilgreining á heilkenni foreldrafirringar sé enn ekki prentuð orðrétt í læknisfræðilegri handbókargreiningu og í tölfræði varðandi geðraskanir, þá eru mörg lönd og dómstólar fullkomlega samþykk hugtakinu vegna þess að þessi læknisfræðilega handbók viðurkennir greinilega hugmyndafræðina um andlegt ofbeldi á barni frá foreldri eða frá nánum fjölskyldumeðlimi. Svo fleiri og fleiri lönd, þar á meðal Evrópski mannréttindadómstóllinn, fordæma greinilega foreldrafirringu. Til dæmis, í Frakklandi, í september 2015, foreldri sem hegðaði sér þannig, var dæmt í fimm mánaða fangelsi og eftirlit, einnig til meðferðar geðlæknis?… Í ágúst 2010, staðfesti forseti Brasilíu ný lög gegn foreldrafirringu. Þessi lög eiga að dæma foreldra sem brjóta umgengnisrétt og samskiptarétt, baktala eða tala illa um foreldra og heilaþvo börn. En á Íslandi er jafnvel brot á umgengnisrétti ekki einu sinni talið vera glæpur…! Jafnvel stöðumælabrot er litið alvarlegri augum en umgengnisbrot! Foreldrafirring á Íslandi er eitthvað sem yfirvöld loka augunum fyrir. Málið er tabú?…!Úrelt barnalög Barnalög, sem taka ekkert tillit til velferðar og hagsmuna barns ef um deilur eða hatursfullan skilnað foreldra er að ræða (án þess að fara út í það augljósa, mismuninn á jafnrétti móður og föður), eru algerlega úrelt. Barnalög taka ekki mið af því hversu börn geta verið mikið niðurbrotin eftir að hafa verið heilaþvegin, kúguð og þvinguð til þess að ljúga vegna spillts og ills innrætis foreldris. Þegar íslensk yfirvöld veita blindandi spilltu foreldri forræði yfir barni þá verða þau sjálfkrafa vitorðsmenn spillta foreldrisins vegna þess að þau láta forræðisforeldrið fá öll yfirráðin og þar af leiðandi getur foreldrið stjórnað barninu algjörlega, jafnvel til að slíta sambandinu við hitt foreldrið og alla fjölskyldu þess. Þar af leiðandi loka þau vísvitandi augum fyrir því að þau brjóta grundvallarrétt á fjölskyldu (8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu). Ellefta árið í röð, þann 25. apríl, verður haldinn alþjóðlegi dagurinn gegn foreldrafirringu, tækifæri fjölmargra með mótmælum og atburðum til að auka vitund og miðla um þessa plágu. Og hvað er í gangi um foreldrafirringu á Íslandi í dag? Hvað verður gert á Íslandi þann 25. apríl fyrir alþjóðlega daginn gegn foreldrafirringu? Er Ísland ekki hluti af alheiminum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Foreldrafirring er mjög alvarlegt fyrirbæri þar sem unglingar og eða börn eru með skipulögðum hætti heilaþvegin með mannskemmandi umtali, lygum og hreinum rógburði um hitt foreldrið og aðstandendur þess, svo að varnarlaust ungviðið fer smám saman að hafna öllu og öllum og jafnvel hata, algerlega að ósekju, það foreldri sem haldið er úti í kuldanum svo og alla tilheyrendur þess foreldris, án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Þannig, með lotulausum lygum og rógburði, nær foreldrið tangarhaldi á varnarlausu ungviðinu, sem þar með verður fyrir mjög svo alvarlegum tilfinningalegum og sálrænum skaða, ofbeldi sem getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir alla framtíð ungviðisins, sálrænar sem geðrænar, ekki síður en kynferðisbrot. Jafnvel þótt nákvæm skilgreining á heilkenni foreldrafirringar sé enn ekki prentuð orðrétt í læknisfræðilegri handbókargreiningu og í tölfræði varðandi geðraskanir, þá eru mörg lönd og dómstólar fullkomlega samþykk hugtakinu vegna þess að þessi læknisfræðilega handbók viðurkennir greinilega hugmyndafræðina um andlegt ofbeldi á barni frá foreldri eða frá nánum fjölskyldumeðlimi. Svo fleiri og fleiri lönd, þar á meðal Evrópski mannréttindadómstóllinn, fordæma greinilega foreldrafirringu. Til dæmis, í Frakklandi, í september 2015, foreldri sem hegðaði sér þannig, var dæmt í fimm mánaða fangelsi og eftirlit, einnig til meðferðar geðlæknis?… Í ágúst 2010, staðfesti forseti Brasilíu ný lög gegn foreldrafirringu. Þessi lög eiga að dæma foreldra sem brjóta umgengnisrétt og samskiptarétt, baktala eða tala illa um foreldra og heilaþvo börn. En á Íslandi er jafnvel brot á umgengnisrétti ekki einu sinni talið vera glæpur…! Jafnvel stöðumælabrot er litið alvarlegri augum en umgengnisbrot! Foreldrafirring á Íslandi er eitthvað sem yfirvöld loka augunum fyrir. Málið er tabú?…!Úrelt barnalög Barnalög, sem taka ekkert tillit til velferðar og hagsmuna barns ef um deilur eða hatursfullan skilnað foreldra er að ræða (án þess að fara út í það augljósa, mismuninn á jafnrétti móður og föður), eru algerlega úrelt. Barnalög taka ekki mið af því hversu börn geta verið mikið niðurbrotin eftir að hafa verið heilaþvegin, kúguð og þvinguð til þess að ljúga vegna spillts og ills innrætis foreldris. Þegar íslensk yfirvöld veita blindandi spilltu foreldri forræði yfir barni þá verða þau sjálfkrafa vitorðsmenn spillta foreldrisins vegna þess að þau láta forræðisforeldrið fá öll yfirráðin og þar af leiðandi getur foreldrið stjórnað barninu algjörlega, jafnvel til að slíta sambandinu við hitt foreldrið og alla fjölskyldu þess. Þar af leiðandi loka þau vísvitandi augum fyrir því að þau brjóta grundvallarrétt á fjölskyldu (8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu). Ellefta árið í röð, þann 25. apríl, verður haldinn alþjóðlegi dagurinn gegn foreldrafirringu, tækifæri fjölmargra með mótmælum og atburðum til að auka vitund og miðla um þessa plágu. Og hvað er í gangi um foreldrafirringu á Íslandi í dag? Hvað verður gert á Íslandi þann 25. apríl fyrir alþjóðlega daginn gegn foreldrafirringu? Er Ísland ekki hluti af alheiminum?
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar