Erlent

Þrír slasaðir og níu saknað eftir að bygging hrundi á Tenerife

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá björgunarstörfum við húsið.
Frá björgunarstörfum við húsið. mynd/twitter
Þrír eru slasaðir, þar af einn alvarlega, og níu manns er saknað eftir að íbúðahús hrundi í morgun í bænum Los Cristianos á Tenerife. Fjöldi Íslendinga kannast við Tenerife en eyjan er ein af Kanaríeyjum Spánar.

Um fimm hæða hús var að ræða en ekki er vitað hversu margir voru inni í húsinu þegar það hrundi, að því er segir í frétt spænska dagblaðsins El País. Haft er eftir sjónarvottum að áður en að byggingin hrundi hafi heyrst sprenging og fundist gaslykt.

57 ára gömul kona er alvarlega slösuð en hinir tveir sem slösuðust eru 28 ára gamall karlmaður og 55 ára gömul kona. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×