Erlent

Nígerísku skólastúlkurnar taldar á lífi

Þórdís Valsdóttir skrifar
Flestar stúlknanna eru kristnar en talið er að fangarar þeirra hafi neytt þær til að taka upp islamstrú.
Flestar stúlknanna eru kristnar en talið er að fangarar þeirra hafi neytt þær til að taka upp islamstrú. vísir/AFP
Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram hafa sent frá sér myndband sem sannar að skólastelpur sem teknar voru í gíslingu árið 2014 séu enn á lífi. Vígamenn Boko Haram réðust vopnaðir byssum inn í heimavistarskóla í bænum Chibok í Nígeríu í apríl árið 2014 og námu á brott 276 stúlkur. Ekkert hafði heyrst af stúlkunum síðan þá.

Brottnám skólastúlknanna vakti mikla reiði og var fordæmt um allan heim og varpaði athygli á átökin í Nígeríu.

Í myndbandinu er rætt við stúlkurnar og segir ein þeirra að þær séu við góða heilsu. Talið er að myndbandið hafi verið tekið upp í desember síðastliðnum og notað í samningaviðræðum samtakanna og nígerískra stjórnvalda.

Nígerísk stjórnvöld segjast hafa eintak af myndbandinu. Þó segja stjórnvöld ekki hægt að staðfesta uppruna myndbandsins.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×