Grunnskólarnir sveltir Hjördís Bára Gestsdóttir skrifar 14. apríl 2016 07:00 Stundum fær maður alveg nóg af „ástandinu”. Við kennarar eigum að bjarga öllu og ganga í öll hlutverk, segja „já” við öllum tillögum og viðbótum í starfinu og vera ekkert að hafa neitt allt of margar skoðanir á því sem fyrir okkur er lagt. Hingað og ekki lengra! Hvenær ætla þessir einstaklingar sem taka mikilvægustu ákvarðanirnar varðandi menntamál yngstu kynslóðarinnar að skilja hvað þarf að vera til staðar til að gera grunnstoðirnar sem styrkastar fyrir hvern og einn? Niðurskurður sérkennslu, fjölmennir og mikið getublandaðir bekkir með einn kennara er klárlega ekki málið. Þvílík hræsni að halda því fram að þetta sé bara „ekkert mál" að vera með fjölmennan bekk og allir fái nám við hæfi. Ég blæs á það sem á að kallast einstaklingsmiðað nám, þvílík fjarstæða að reyna að troða þessu inn eins og málin eru í dag.Ég segi að: í hverjum bekk eigi að vera færri nemendur en nú tíðkast ráða eigi inn fleiri vel menntaða og áhugasama kennara auka eigi við sérkennslukvótann og allan þann stuðning sem nemendur eiga kost/rétt á að fá gera eigi allt sem mögulegt er til þess að gera starfsumhverfi barnanna hvetjandi og skilvirkt. Ef heldur áfram sem horfir munu kennarar kulna í starfi löngu fyrir starfslokaaldur, veikindadagar og fjarvistir vegna veikinda ýmiss konar verða fleiri en þeir þyrftu að vera og óánægja starfsstéttarinnar mun aukast. Þetta myndi þá leiða til þess að æ færri sýndu kennaranáminu áhuga og færri útskrifast með bros á vör og spenntir fyrir því að taka til starfa eins og kannski áður var, því umræðan og upplifanir starfandi kennara nú á dögum eru ekki mikið á jákvæðu nótunum. Fyrir utan þessa örfáu þætti sem hér að framan eru ritaðir vil ég aðeins beina sjónum ykkar að náms- og starfsfræðslu. Margoft hefur það verið gefið út að æskilegur nemendafjöldi á hvert 100% stöðugildi náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum ætti að vera 300. Í mörgum skólum er þetta alls ekki raunin og sums staðar eru allt upp í 800 nemendur á einn náms- og starfsráðgjafa. Niðurstöður fjölmargra rannsókna á þessu viðfangsefni hafa sýnt það greinilega að með vandaðri og markvissri náms- og starfsfræðslu má draga verulega úr brottfalli nemenda úr framhaldsskóla. Hér er eitthvað mikið að í íslensku skólakerfi og þetta þarf að bæta, ekki skipa nefnd ofan á nefnd til að gera rannsóknir sem allar sýna svipaðar niðurstöður og gera svo ekkert í málunum. Hvernig væri að taka mark á niðurstöðunum og setja nefndarpeningana í eflingu náms- og starfsfræðslu við grunnskólana? Ráða inn fleiri. Ef virkilega yrði nú hlustað og úr þessu yrði stórbætt eins og að framan er lagt til þá myndi það án efa spara þjóðarbúinu stórfé til lengri tíma litið. Vaknið til lífsins og gerið betur, miklu betur. Verum saman í liði og stefnum fram á við með hagsmuni barnanna okkar að leiðarljósi. Í dag er forgangsröðunin mjög brengluð, tökum til og lögum þessi miklu mistök síðustu ára þar sem „niðurskurðargrafan“ hefur ráðið ríkjum svo um munar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stundum fær maður alveg nóg af „ástandinu”. Við kennarar eigum að bjarga öllu og ganga í öll hlutverk, segja „já” við öllum tillögum og viðbótum í starfinu og vera ekkert að hafa neitt allt of margar skoðanir á því sem fyrir okkur er lagt. Hingað og ekki lengra! Hvenær ætla þessir einstaklingar sem taka mikilvægustu ákvarðanirnar varðandi menntamál yngstu kynslóðarinnar að skilja hvað þarf að vera til staðar til að gera grunnstoðirnar sem styrkastar fyrir hvern og einn? Niðurskurður sérkennslu, fjölmennir og mikið getublandaðir bekkir með einn kennara er klárlega ekki málið. Þvílík hræsni að halda því fram að þetta sé bara „ekkert mál" að vera með fjölmennan bekk og allir fái nám við hæfi. Ég blæs á það sem á að kallast einstaklingsmiðað nám, þvílík fjarstæða að reyna að troða þessu inn eins og málin eru í dag.Ég segi að: í hverjum bekk eigi að vera færri nemendur en nú tíðkast ráða eigi inn fleiri vel menntaða og áhugasama kennara auka eigi við sérkennslukvótann og allan þann stuðning sem nemendur eiga kost/rétt á að fá gera eigi allt sem mögulegt er til þess að gera starfsumhverfi barnanna hvetjandi og skilvirkt. Ef heldur áfram sem horfir munu kennarar kulna í starfi löngu fyrir starfslokaaldur, veikindadagar og fjarvistir vegna veikinda ýmiss konar verða fleiri en þeir þyrftu að vera og óánægja starfsstéttarinnar mun aukast. Þetta myndi þá leiða til þess að æ færri sýndu kennaranáminu áhuga og færri útskrifast með bros á vör og spenntir fyrir því að taka til starfa eins og kannski áður var, því umræðan og upplifanir starfandi kennara nú á dögum eru ekki mikið á jákvæðu nótunum. Fyrir utan þessa örfáu þætti sem hér að framan eru ritaðir vil ég aðeins beina sjónum ykkar að náms- og starfsfræðslu. Margoft hefur það verið gefið út að æskilegur nemendafjöldi á hvert 100% stöðugildi náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum ætti að vera 300. Í mörgum skólum er þetta alls ekki raunin og sums staðar eru allt upp í 800 nemendur á einn náms- og starfsráðgjafa. Niðurstöður fjölmargra rannsókna á þessu viðfangsefni hafa sýnt það greinilega að með vandaðri og markvissri náms- og starfsfræðslu má draga verulega úr brottfalli nemenda úr framhaldsskóla. Hér er eitthvað mikið að í íslensku skólakerfi og þetta þarf að bæta, ekki skipa nefnd ofan á nefnd til að gera rannsóknir sem allar sýna svipaðar niðurstöður og gera svo ekkert í málunum. Hvernig væri að taka mark á niðurstöðunum og setja nefndarpeningana í eflingu náms- og starfsfræðslu við grunnskólana? Ráða inn fleiri. Ef virkilega yrði nú hlustað og úr þessu yrði stórbætt eins og að framan er lagt til þá myndi það án efa spara þjóðarbúinu stórfé til lengri tíma litið. Vaknið til lífsins og gerið betur, miklu betur. Verum saman í liði og stefnum fram á við með hagsmuni barnanna okkar að leiðarljósi. Í dag er forgangsröðunin mjög brengluð, tökum til og lögum þessi miklu mistök síðustu ára þar sem „niðurskurðargrafan“ hefur ráðið ríkjum svo um munar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun