Kortavelta eykst um 67 prósent milli ára Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2016 08:02 Erlend greiðslukortavelta í febrúar síðastliðnum var 13,2 milljarðar króna. Í sama mánuði í fyrra nam þessi upphæð 7,9 milljörðum. Vísir/GVA Erlend greiðslukortavelta í febrúar síðastliðnum var 13,2 milljarðar króna. Í sama mánuði í fyrra nam þessi upphæð 7,9 milljörðum, sem felur í sér um 67% aukningu á milli ára. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar á kortaveltu erlendra ferðamanna. Þar kemur fram að erlend kortavelta hafi aukist í öllum útgjaldaliðum en mest varð aukningin í farþegaflutningum, eða 174 prósent samanborið við febrúar í fyrra. Kortaveltan í þeim flokki var alls 2.791 milljónir króna í mánuðinum en febrúar er fjórði mánuðurinn í röð þar sem greiðslukortavelta vegna flugferða meira en tvöfaldast frá fyrra ári. Rannsóknarsetrið segir að þó hluti þessarar veltuaukningar kunni að stafa af erlendri starfsemi íslenskra flugfélaga megi þó túlka vöxt í flokknum sem merki þess að stórt ferðamannasumar sé í vændum. Þótt farþegaflutningar séu líkt og undanfarna mánuði nokkuð fyrirferðamiklir í vexti greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna, skýra þeir eingöngu um þriðjung aukningarinnar í febrúar. Í febrúar greiddu útlendingar með kortum sínum 46% hærri upphæð til gistiþjónustu borið saman við sama mánuð í fyrra og 50% meira í veitingaþjónustu. Í öðrum þjónustuflokkum jókst kortavelta á milli ára; 86% í menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi og 74% í flokkinn ýmis ferðaþjónusta svo dæmi séu nefnd. Nutu verslanir góðs af aukinni kortaveltu í síðasta mánuði líkt og aðrir þjónustuaðilar. Þannig keyptu ferðamenn fyrir 38% hærri upphæð í verslunum heldur en í sama mánuð í fyrra. Mestur vöxtur var í dagvöruverslun, 68% frá síðasta ári, á meðan fataverslun jókst um 33% og gjafa- og minjagripaverslun jókst um 37% Í febrúar komu um 101 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 43% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Til samanburðar eru það álíka margir ferðamenn og komu í ágúst 2011, fjölmennasta ferðamannamánuði þess árs. Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 130 þús. kr. í febrúar síðastliðnum. Það er um 17% hærri upphæð en í febrúar í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam aukningin um 14% á milli ára. Ferðamenn frá Sviss keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 326 þús. kr. Á hvern ferðamann. Kanadamenn eru í öðru sæti með 256 þús. kr. á hvern ferðamann og Spánverjar í því þriðja með 245 þús. kr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira
Erlend greiðslukortavelta í febrúar síðastliðnum var 13,2 milljarðar króna. Í sama mánuði í fyrra nam þessi upphæð 7,9 milljörðum, sem felur í sér um 67% aukningu á milli ára. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar á kortaveltu erlendra ferðamanna. Þar kemur fram að erlend kortavelta hafi aukist í öllum útgjaldaliðum en mest varð aukningin í farþegaflutningum, eða 174 prósent samanborið við febrúar í fyrra. Kortaveltan í þeim flokki var alls 2.791 milljónir króna í mánuðinum en febrúar er fjórði mánuðurinn í röð þar sem greiðslukortavelta vegna flugferða meira en tvöfaldast frá fyrra ári. Rannsóknarsetrið segir að þó hluti þessarar veltuaukningar kunni að stafa af erlendri starfsemi íslenskra flugfélaga megi þó túlka vöxt í flokknum sem merki þess að stórt ferðamannasumar sé í vændum. Þótt farþegaflutningar séu líkt og undanfarna mánuði nokkuð fyrirferðamiklir í vexti greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna, skýra þeir eingöngu um þriðjung aukningarinnar í febrúar. Í febrúar greiddu útlendingar með kortum sínum 46% hærri upphæð til gistiþjónustu borið saman við sama mánuð í fyrra og 50% meira í veitingaþjónustu. Í öðrum þjónustuflokkum jókst kortavelta á milli ára; 86% í menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi og 74% í flokkinn ýmis ferðaþjónusta svo dæmi séu nefnd. Nutu verslanir góðs af aukinni kortaveltu í síðasta mánuði líkt og aðrir þjónustuaðilar. Þannig keyptu ferðamenn fyrir 38% hærri upphæð í verslunum heldur en í sama mánuð í fyrra. Mestur vöxtur var í dagvöruverslun, 68% frá síðasta ári, á meðan fataverslun jókst um 33% og gjafa- og minjagripaverslun jókst um 37% Í febrúar komu um 101 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 43% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Til samanburðar eru það álíka margir ferðamenn og komu í ágúst 2011, fjölmennasta ferðamannamánuði þess árs. Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 130 þús. kr. í febrúar síðastliðnum. Það er um 17% hærri upphæð en í febrúar í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam aukningin um 14% á milli ára. Ferðamenn frá Sviss keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 326 þús. kr. Á hvern ferðamann. Kanadamenn eru í öðru sæti með 256 þús. kr. á hvern ferðamann og Spánverjar í því þriðja með 245 þús. kr
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira