Innlent

Íslenski hesturinn kannski glæsilegastur allra hrossa

Kristján Már Unnarsson skrifar
Íslenskir hestar í íslenskum haga. Myndin er ekki af vef CNN heldur úr fórum Gunnars V. Andréssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis.
Íslenskir hestar í íslenskum haga. Myndin er ekki af vef CNN heldur úr fórum Gunnars V. Andréssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis. Vísir/GVA.
Íslenski hesturinn fær veglega kynningu í myndasyrpu á fréttavef CNN undir fyrirsögninni: Upprunalegir hestar víkinganna. Með fylgja 14 myndir teknar af hestum á Íslandi á öllum tímum ársins, þar á meðal ein mynd með Eyjafjallajökul gjósandi í bakgrunni, ásamt viðtali við ljósmyndarann, Rebekku Guðleifsdóttur.

Í myndatexta segir meðal annars að hestarnir hafi verið fluttir til Íslands frá Noregi á níundu og tíundu öld til að hjálpa norskum landnámsmönnum að setjast að í nýjum heimkynnum. Eftir einstaka hreinræktun sé íslenski hesturinn í dag kannski sá allra glæsilegasti af öllum hrossakynjum heims, segir CNN.

Ekki ónýt landkynning í ljósi þess að hrossasérfræðingar telja að fjöldi hestakynja í heiminum sé um 250 talsins. En sjón er sögu ríkari. Hér má sjá myndasyrpu CNN ásamt myndatextum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×