Jöfn toppbarátta á Pebble Beach - Ótrúlegur hringur Sung Kang 13. febrúar 2016 16:00 Sung Kang var í miklu stuði á öðrum hring í gær a Pebble Beach. Getty. Tveir Asíubúar leiða eftir 36 holur á AT&T mótinu sem fram fer á Pebble Beach en Japaninn Horishi Iwata og Suður-Kóreumaðurinn Sung Kang eru efstir á 11 höggum undir pari. Sá síðarnefndi, Sung Kang, stal senunni í gær á öðrum hring en eftir að hafa leikið fyrsta hring á sléttu pari skellti hann í hring upp á 11 högg undir pari, 60 slög, sem er hreint út sagt ótrulegt skor á Pebble Beach. Chez Reavie, Freddie Jacobson og gamli refurinn Phil Mickelson deila þriðja sætinu á tíu höggum undir pari en skor keppenda hefur verið afar gott í blíðunni á Pebble Beach. Besti kylfingur heims er meðal keppenda um helgina, Jorda Spieth, en hann er á þremur höggum undir pari eftir hringina tvo og þarf að spýta í lófana ef hann ætlar að gera atlögu að sigrinum á sunnudaginn. AT&T mótið verður í beinni útsendingu um helgina á Golfstöðinni en bein útsending hefst í kvöld klukkan 18:00. Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tveir Asíubúar leiða eftir 36 holur á AT&T mótinu sem fram fer á Pebble Beach en Japaninn Horishi Iwata og Suður-Kóreumaðurinn Sung Kang eru efstir á 11 höggum undir pari. Sá síðarnefndi, Sung Kang, stal senunni í gær á öðrum hring en eftir að hafa leikið fyrsta hring á sléttu pari skellti hann í hring upp á 11 högg undir pari, 60 slög, sem er hreint út sagt ótrulegt skor á Pebble Beach. Chez Reavie, Freddie Jacobson og gamli refurinn Phil Mickelson deila þriðja sætinu á tíu höggum undir pari en skor keppenda hefur verið afar gott í blíðunni á Pebble Beach. Besti kylfingur heims er meðal keppenda um helgina, Jorda Spieth, en hann er á þremur höggum undir pari eftir hringina tvo og þarf að spýta í lófana ef hann ætlar að gera atlögu að sigrinum á sunnudaginn. AT&T mótið verður í beinni útsendingu um helgina á Golfstöðinni en bein útsending hefst í kvöld klukkan 18:00.
Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira