Jöfn toppbarátta á Pebble Beach - Ótrúlegur hringur Sung Kang 13. febrúar 2016 16:00 Sung Kang var í miklu stuði á öðrum hring í gær a Pebble Beach. Getty. Tveir Asíubúar leiða eftir 36 holur á AT&T mótinu sem fram fer á Pebble Beach en Japaninn Horishi Iwata og Suður-Kóreumaðurinn Sung Kang eru efstir á 11 höggum undir pari. Sá síðarnefndi, Sung Kang, stal senunni í gær á öðrum hring en eftir að hafa leikið fyrsta hring á sléttu pari skellti hann í hring upp á 11 högg undir pari, 60 slög, sem er hreint út sagt ótrulegt skor á Pebble Beach. Chez Reavie, Freddie Jacobson og gamli refurinn Phil Mickelson deila þriðja sætinu á tíu höggum undir pari en skor keppenda hefur verið afar gott í blíðunni á Pebble Beach. Besti kylfingur heims er meðal keppenda um helgina, Jorda Spieth, en hann er á þremur höggum undir pari eftir hringina tvo og þarf að spýta í lófana ef hann ætlar að gera atlögu að sigrinum á sunnudaginn. AT&T mótið verður í beinni útsendingu um helgina á Golfstöðinni en bein útsending hefst í kvöld klukkan 18:00. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tveir Asíubúar leiða eftir 36 holur á AT&T mótinu sem fram fer á Pebble Beach en Japaninn Horishi Iwata og Suður-Kóreumaðurinn Sung Kang eru efstir á 11 höggum undir pari. Sá síðarnefndi, Sung Kang, stal senunni í gær á öðrum hring en eftir að hafa leikið fyrsta hring á sléttu pari skellti hann í hring upp á 11 högg undir pari, 60 slög, sem er hreint út sagt ótrulegt skor á Pebble Beach. Chez Reavie, Freddie Jacobson og gamli refurinn Phil Mickelson deila þriðja sætinu á tíu höggum undir pari en skor keppenda hefur verið afar gott í blíðunni á Pebble Beach. Besti kylfingur heims er meðal keppenda um helgina, Jorda Spieth, en hann er á þremur höggum undir pari eftir hringina tvo og þarf að spýta í lófana ef hann ætlar að gera atlögu að sigrinum á sunnudaginn. AT&T mótið verður í beinni útsendingu um helgina á Golfstöðinni en bein útsending hefst í kvöld klukkan 18:00.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira