Erlent

Lögreglan í Svíþjóð telur rannsóknum á morðum ógnað

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lögregla á vettvangi í Gautaborg.
Lögregla á vettvangi í Gautaborg. vísir/epa
Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að réttaröryggið í Svíþjóð sé ekki nægilegt til að fjarskiptafyrirtækjum leyfist að geyma gögn um fjarskipti viðskiptavina. Mörg fyrirtækjanna eru nú hætt að geyma slík gögn.

Yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Vestur-Gautlandi í Svíþjóð, Robert Karlsson, segir þetta hafa alvarleg áhrif á rannsóknir á grófum afbrotum. Hann kveðst viss um að víðtæk rannsókn á morðum á veitingastað í Gautaborg í fyrra hefði ekki borið jafn góðan árangur og raun bar vitni hefði lögreglan ekki haft aðgang að gögnum um fjarskipti. Sjö menn fengu langa fangelsisdóma vegna morðanna. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×