Erlent

340 milljónir fyrir sæti í öryggisráðinu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Frá fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Frá fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. NORDICPHOTOS/AFP
Svíar fá sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna næstu tvö ár. Baráttan fyrir sætinu kostaði sænsk stjórnvöld 27 milljónir sænskra króna eða um 337 milljónir íslenskra króna um þriggja ára skeið.

Fulltrúar sænska utanríkisráðuneytisins ferðuðust til yfir 20 landa sem hafa rétt til að kjósa nýja meðlimi í öryggisráðið. Í ágúst í fyrra var 27 sendiherrum Sameinuðu þjóðanna boðið til Svíþjóðar. Hluti kostnaðarins vegna heimsókna sendiherranna var greiddur með fé úr sjóði sem verja á til aðstoðar í þróunarlöndum. Sænska stjórnin sætti harðri gagnrýni stjórnarandstöðunnar þegar greint var frá því í fjölmiðlum. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×