Erlent

Skotum hleypt af í París

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir/AFP
Lögreglan í París hefur handtekið mann sem hleypti af byssu í París í dag. Það gerði hann nærri kaffíhúsum sem vígamenn Íslamska ríkisins réðust á í nóvember. Engar fregnir hafa borist af meiðlsum á fólki, en lögreglan lokaði svæðinu og maðurinn gafst upp.

130 manns létu lífið og hundruð særðust í árásum ISIS á París í nóvember. Ellefu manns létu lífið í kaffishúsunum.

Maðurinn er sagður hafa verið ölvaður og samkvæmt Mirror skaut hann út um glugga á íbúð sinni sem er nærri kaffihúsunum.

Lögreglan og öryggissveitir borgarinnar eru enn í viðbragðsstöðu vegna árásanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×