Við sleppum bara stærðfræðinni! Rannveig Óladóttir skrifar 7. apríl 2016 07:00 Skólastjórnendur í grunnskólum eru að skipuleggja næsta skólaár og þurfa að láta enda ná saman. Það vantar tíma og það vantar peninga. Í ónefndum skóla fá stjórnendur hugmynd: Við sleppum stærðfræðinni, þá fáum við meiri tíma fyrir aðrar greinar og við getum aukið sérkennsluna. Þessi ákvörðun vekur mikil viðbrögð. Foreldrar mótmæla, foreldraráð skólans heldur neyðarfund. Einstaka nemandi verður glaður í hjarta sínu en 10. bekkingar fara í mótmælagöngu og safna undirskriftum, enda vita allir að stærðfræðin hefur tvöfalt vægi þegar sótt er um í suma framhaldsskóla. Stærðfræðikennarar eru höggdofa og Kennarasambandið og skólayfirvöld skerast í leikinn. Væri þessi skóli í Reykjavík mundi Helgi Seljan fá nafna sinn Grímsson ásamt menntamálaráðherra í Kastljós. Náms- og starfsráðgjafinn í skólanum ónefnda, ræðir málið við skólastjórnendur og bendir þeim á hagsmuni nemenda og rétt þeirra til að læra stærðfræði eins og aðrar námsgreinar. Það er að segja ef það er náms- og starfsráðgjafi í skólanum. Sem er ekki alveg víst, þrátt fyrir að nemendur eigi rétt á þeirri þjónustu, alveg eins og þeir eiga rétt á að fá að læra stærðfræði. Náms- og starfsráðgjafi á að vera til staðar, sem hluti af lögbundinni sérfræðiþjónustu skóla, frá því að nemendur byrja í 1. bekk. Hann er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda sem vinnur með öðru starfsfólki skólans og foreldrum að vellíðan og velgengni barnanna í skólanum.Réttur brotinn á nemendum Þrátt fyrir grunnskólalög (13. grein) og ákvæði í aðalnámskrá grunnskóla benda niðurstöður könnunar sem gerð var í grunnskólum landsins á síðasta skólaári til þess að í u.þ.b. þriðjungi grunnskóla sé ekki náms- og starfsráðgjafi. Þar að auki er algengt að náms- og starfsráðgjöfum sé ætlað að sinna alltof mörgum nemendum, en æskilegt er talið að hlutfallið sé 300 nemendur á ráðgjafa í fullu starfi. Eins og gefur að skilja hafa náms- og starfsráðgjafar sérmenntun á sínu sviði. Námsbraut í námsráðgjöf var stofnuð við Háskóla Íslands árið 1990. Brautin er nú tveggja ára framhaldsnám sem lýkur með meistaraprófi. Námið er í takt við það sem best gerist í menntun náms- og starfsráðgjafa í Evrópu og Norður-Ameríku. Starfsheitið náms- og starfsráðgjafi hefur verið lögverndað síðan 2009. Í þriðjungi þeirra skóla sem hafa náms- og starfsráðgjafa hafa skólastjórnendur eigi að síður ráðið aðra til að sinna starfinu, þar á meðal er leikskólakennari, þroskaþjálfi, iðjuþjálfi, sálfræðingur, sérkennari, almennur kennari, félagsráðgjafi og fyrrum skólastjórnandi. Auk þess vilja fleiri hasla sér völl í grunnskólum, svo sem félagsráðgjafar og markþjálfar. Vera má að þeir eigi fullt erindi en fyrst ættu skólar að uppfylla lagaskyldu sína um þjónustu náms- og starfsráðgjafa.Hvað er til ráða? Foreldrar og forráðamenn gætu orðið áhrifaríkur þrýstihópur ef þeir settu fram kröfur til skólastjórnenda um að réttur barna þeirra til þjónustu náms- og starfsráðgjafa verði virtur. Vandinn er sá að þar sem þessa þjónustu er ekki að finna þekkja foreldrar lítið til hennar og vita þar af leiðandi ekki hvað þeir og börn þeirra fara á mis við. Kennarasambandið og Skólastjórafélagið ættu að láta sig málið varða. Um er að ræða hagsmunamál fyrir grunnskólanemendur, sem þarf að berjast fyrir. Náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum eru þar að auki félagar í Kennarasambandinu, sem hingað til hefur sýnt þessum málaflokki lítinn áhuga. Menntamálaráðuneytið hefur látið semja nokkrar skýrslur um málið og stungið þeim svo ofan í skúffu. Sú leið er fullreynd og árangurslítil. Það þarf að grípa til aðgerða og gera skólastjórnendum skylt að ráða náms- og starfsráðgjafa og ganga úr skugga um að viðkomandi hafi tilskylda menntun. Eitt er víst, fagurgali í hátíðaræðum um gildi náms- og starfsráðgjafar hefur lítið að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Skólastjórnendur í grunnskólum eru að skipuleggja næsta skólaár og þurfa að láta enda ná saman. Það vantar tíma og það vantar peninga. Í ónefndum skóla fá stjórnendur hugmynd: Við sleppum stærðfræðinni, þá fáum við meiri tíma fyrir aðrar greinar og við getum aukið sérkennsluna. Þessi ákvörðun vekur mikil viðbrögð. Foreldrar mótmæla, foreldraráð skólans heldur neyðarfund. Einstaka nemandi verður glaður í hjarta sínu en 10. bekkingar fara í mótmælagöngu og safna undirskriftum, enda vita allir að stærðfræðin hefur tvöfalt vægi þegar sótt er um í suma framhaldsskóla. Stærðfræðikennarar eru höggdofa og Kennarasambandið og skólayfirvöld skerast í leikinn. Væri þessi skóli í Reykjavík mundi Helgi Seljan fá nafna sinn Grímsson ásamt menntamálaráðherra í Kastljós. Náms- og starfsráðgjafinn í skólanum ónefnda, ræðir málið við skólastjórnendur og bendir þeim á hagsmuni nemenda og rétt þeirra til að læra stærðfræði eins og aðrar námsgreinar. Það er að segja ef það er náms- og starfsráðgjafi í skólanum. Sem er ekki alveg víst, þrátt fyrir að nemendur eigi rétt á þeirri þjónustu, alveg eins og þeir eiga rétt á að fá að læra stærðfræði. Náms- og starfsráðgjafi á að vera til staðar, sem hluti af lögbundinni sérfræðiþjónustu skóla, frá því að nemendur byrja í 1. bekk. Hann er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda sem vinnur með öðru starfsfólki skólans og foreldrum að vellíðan og velgengni barnanna í skólanum.Réttur brotinn á nemendum Þrátt fyrir grunnskólalög (13. grein) og ákvæði í aðalnámskrá grunnskóla benda niðurstöður könnunar sem gerð var í grunnskólum landsins á síðasta skólaári til þess að í u.þ.b. þriðjungi grunnskóla sé ekki náms- og starfsráðgjafi. Þar að auki er algengt að náms- og starfsráðgjöfum sé ætlað að sinna alltof mörgum nemendum, en æskilegt er talið að hlutfallið sé 300 nemendur á ráðgjafa í fullu starfi. Eins og gefur að skilja hafa náms- og starfsráðgjafar sérmenntun á sínu sviði. Námsbraut í námsráðgjöf var stofnuð við Háskóla Íslands árið 1990. Brautin er nú tveggja ára framhaldsnám sem lýkur með meistaraprófi. Námið er í takt við það sem best gerist í menntun náms- og starfsráðgjafa í Evrópu og Norður-Ameríku. Starfsheitið náms- og starfsráðgjafi hefur verið lögverndað síðan 2009. Í þriðjungi þeirra skóla sem hafa náms- og starfsráðgjafa hafa skólastjórnendur eigi að síður ráðið aðra til að sinna starfinu, þar á meðal er leikskólakennari, þroskaþjálfi, iðjuþjálfi, sálfræðingur, sérkennari, almennur kennari, félagsráðgjafi og fyrrum skólastjórnandi. Auk þess vilja fleiri hasla sér völl í grunnskólum, svo sem félagsráðgjafar og markþjálfar. Vera má að þeir eigi fullt erindi en fyrst ættu skólar að uppfylla lagaskyldu sína um þjónustu náms- og starfsráðgjafa.Hvað er til ráða? Foreldrar og forráðamenn gætu orðið áhrifaríkur þrýstihópur ef þeir settu fram kröfur til skólastjórnenda um að réttur barna þeirra til þjónustu náms- og starfsráðgjafa verði virtur. Vandinn er sá að þar sem þessa þjónustu er ekki að finna þekkja foreldrar lítið til hennar og vita þar af leiðandi ekki hvað þeir og börn þeirra fara á mis við. Kennarasambandið og Skólastjórafélagið ættu að láta sig málið varða. Um er að ræða hagsmunamál fyrir grunnskólanemendur, sem þarf að berjast fyrir. Náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum eru þar að auki félagar í Kennarasambandinu, sem hingað til hefur sýnt þessum málaflokki lítinn áhuga. Menntamálaráðuneytið hefur látið semja nokkrar skýrslur um málið og stungið þeim svo ofan í skúffu. Sú leið er fullreynd og árangurslítil. Það þarf að grípa til aðgerða og gera skólastjórnendum skylt að ráða náms- og starfsráðgjafa og ganga úr skugga um að viðkomandi hafi tilskylda menntun. Eitt er víst, fagurgali í hátíðaræðum um gildi náms- og starfsráðgjafar hefur lítið að segja.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun