Erlent

Dráp á kóalabirni telst upplýst

Birta Björnsdóttir skrifar
Eitt þekktasta fjallaljón Kaliforníu liggur undir grun eftir að kóalabjörn fannst dauður í dýragarði í Los Angeles. Forsaga málsins er sú að fyrir nokkru hvarf hinn 14 ára gamli kóalabjörn, Killarney, úr Los Angeles dýragarðinum.

Flótti var strax útilokaður eftir að hár og blóð fundust á vettvangi. Þegar eftirlitsmyndavélar voru skoðaðar kom í ljós að góðkunningi yfirvalda í fylkinu, fjallaljónið P-22, sást á eftirlitsmyndavélum sniglast í kringum garðinn um það leyti sem Killarney hvarf.

P-22
P-22 býr í Griffith garðinum og hefur helst unnið sér það til frægðar að halda til á fjölförnum slóðum í Los Angeles, meðal annars við Hollywood skiltið víðs fræga. Þá rataði hann í heimspressuna þegar hann hafðist um tíma við undir íbúðarhúsi í borginni, en lét sér fátt um finnast við athyglina sem honum var sýnd þá.

Ekki hefur enn tekist að hafa hendur í hári hins grunaða en málið telst upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×