Erlent

Makedóníumenn senda flóttamenn aftur til Grikklands

Atli ísleifsson skrifar
Áætlað er að 12 þúsund flóttamenn hið minnsta séu nú strandaglópar í tjaldbúðunum í Idomeni.
Áætlað er að 12 þúsund flóttamenn hið minnsta séu nú strandaglópar í tjaldbúðunum í Idomeni. Vísir/AFP
Yfirvöld í Makedóníu hafa sent um 1.500 flóttamenn sem komust yfir landamærin til Makedóníu í gær aftur til Grikklands.

Flóttamennirnir yfirgáfu tjaldbúðirnar fyrir utan Idomeni og héldu fótgangandi yfir landamærin sem hafa verið lokuð.

Flestir þeir sem komust yfir eða undir gaddavírsgirðinguna voru gripnir af makedónskri lögreglu og fluttir aftur til Grikklands.

Áætlað er að 12 þúsund flóttamenn hið minnsta séu nú strandaglópar í tjaldbúðunum í Idomeni eftir að Makedónía og fleiri ríki á vestanverðum Balkanskaga hafa ákveðið að loka landsmærum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×