Erlent

Talið að Obama banni olíuleit á norðurslóðum

Búist er við því að Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynni um það jafnvel í dag að öll olíu- og gasleit Bandaríkjamanna á norðurslóðum og mögulega á stærstum hluta Atlantshafsins, verði bönnuð til ásrsins 2022.

Með þeirri ákvörðun hefur forsetinn skipt um skoðun því á síðasta ári gaf hann leyfi fyrir því að borað yrði á stórum svæðum meðfram Atlantshafsströndinni. Forsetinn virðist því staðráðinn í því að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda norðurslóðir og berjast gegn loftslagsbreytingum þessa fáu mánuði sem hann á eftir í Hvíta húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×